Gúllas stjórnmálanna

Eftir Silfrið sl. sunnudag hef ég haldið áfram að kortleggja hið pólitíska landslag í huganum. 

Viðreisn og Samfylking eru ómengaðir frjálshyggjuflokkar, mestu frjálshyggjuflokkarnir, því þeir binda trúss sitt algjörlega við ESB. Ráðandi hugmyndafræði ESB er sú að allt sem hægt er að markaðsvæða skuli markaðsvætt. Einhver hluti Sjálfstæðisflokksins (mögulega meirihluti núverandi þingflokks) aðhyllist þessa stefnu. Það geri ég ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í sögulegu tilliti lagt mikla áherslu á að byggja hér upp og styrkja innviði sem standa á samfélagslegum grunni. Þeir Sjálfstæðismenn eru enn til sem vilja verja þessa innviði frá því að vera bútaðir í sundur og seldir á fórnaraltari markaðsguðsins. Í þessu tilliti er ég sammála því þegar Gunnar Smári Egilsson varar markaðsdýrkendur Samfylkingar og Viðreisnar við því að ganga of langt í því að friða falsguðinn sinn, þ.e. hina blindu markaðshyggju undir merkjum ESB.

Stjórnmálastéttin má vita að þverpólitísk andstaða er við það að innviðir landsins (hitaveita, raforkunet, vatnsveita o.fl.) séu seldir hæstbjóðanda. Markaðurinn er góður á mörgum sviðum, en ekki öllum. 

Gamla testamentið er kennslurit sem geymir m.a. óteljandi dæmisögur um ófarnað sem hlýst af því þegar menn víkja frá fyrsta boðorðinu og taka að tilbiðja falsguði. 

Gullkálfurinn er ágætt gúllas, en ónothæfur til dýrkunar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband