Villandi fréttaflutningur af stóru máli

Þessi fréttaflutningur þarfnast þýðingar á mannamál. Í fréttinni segir orðrétt:

,,Aðspurð um málið, sagði von der Leyen að ESB sýndi Íslend­ing­um skiln­ing í mál­inu og að sam­eig­in­leg lausn hefði fund­ist, en tók jafn­framt fram að málið væri enn í vinnslu og ætti eft­ir að ræða og út­færa bet­ur. Fram kom að Ísland muni fá, árin 2025 og 2026, aukn­ar heim­ild­ir til að losa kolt­ví­sýr­ing í flugi".

Á mannamáli heitir þetta aðlögunarfrestur en ekki ,,undanþágur". Tveggja ára aðlögunarfrestur áður en ESB reglurnar öðlast fullt gildi gagnvart Íslandi er enginn sigur, heldur beiskur ósigur. 

Rétt er að Íslendingar fylgist vel með og greini í hverju hin ,,sameiginlega lausn" gæti hafa falist. Ljótt væri ef hér er verið að vísa til þess að ríkisstjórn Íslands verði að fá frumvarpið um bókun 35 samþykkt á Alþingi og að ,,lausnin" felist í því að Íslendingar lögleiði almennan forgang ESB réttar umfram íslensk lög. Meðan frumvarpið er óafgreitt teljast þá ,,undanþágurnar" vissulega ,,enn í vinnslu" og sem eigi eftir ,,að útfæra betur". 

Það er sannarlega illa komið fyrir stjórnmálunum þegar klæða þarf niðurlægingu í dulbúning og leiða kjósendur inn í speglasal til að villa um fyrir þeim.

Orðið ,,undanþágur" hljómar kannski betur en aðlögunarfrestur. Öllum má þó vera ljóst að þessi niðurstaða yrði ekkert annað en niðurlægjandi ósigur smáríkisins gagnvart yfirstjórn erlends ríkjasambands. Eina spurningin er hversu dýru verði þessi niðurstaða gæti hafa verið keypt. Lögleiðing frumvarps um bókun 35 gæti reynst Íslendingum margfaldlega dýrari en sem nemur kostnaði við þetta eina mál. 

En kannski er yfirstéttinni einfaldlega slétt sama um losunarheimildir á flugferðir meðan þau sjálf fá sínar undanþágur og flugferðir í einkaþotum í boði skattgreiðenda. 


mbl.is Von der Leyen: Ísland fær undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband