Stjórnmálin fyrr og nú

Frelsisbarátta fyrri kynslóða snerist um mannréttindi, þ.e. að koma böndum á valdbeitingu ríkisins. Í þessum tilgangi voru settar stjórnarskrár, almenn lög og alþjóðasáttmálar, þar sem einnig eru lagðar þær skyldur á ríkið að það verji okkur gagnvart öðrum, bæði fólki og fyrirtækjum. Þróun síðustu ára, þar sem ríki og fyrirtæki seilast sífellt lengra inn á svið einkalífs, undirstrikar nauðsyn þess að standa vörð um frelsið / mannréttindin. Ef það verður ekki gert mun ríkisvaldið / fyrirtækjavaldið þrengja svo að tjáningarfrelsi, fundafrelsi, eignarétti o.s.frv. að lýðræðið mun ekki hafa neinn grunn til að standa á. 

Maðurinn er í sínum innsta kjarna andleg vera. Vaxandi áhersla á efnishyggju hefur leitt til þess að sálin hefur gleymst. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að menn skilgreina sig út frá líkamseinkennum. 

Þegar unnið var að gerð Mannréttindayfirlýsingar SÞ varaði einn höfunda hennar, Charles Malik, við því að hinn andlegi kjarni mannsins yrði jaðarsettur. Hann minnti á að hugsun mannsins og samviska eru okkar helgustu og dýrmætustu verðmæti, því þau gera okkur unnt að greina sannleikann, beita frjálsum vilja og halda lífi. Þetta setti hann fram til að verjast áherslum kommúnista sem vildu setja ,,réttindi samfélagsins" ofar réttindum einstaklingsins. 

Stjórnmál nútímans snúast ekki lengur bara um vinstri / hægri, heldur um það hvort menn ætla að standa vörð um frelsi einstaklingsins og sjálfsákvörðunarrétt eða hvort áherslan er á ,,réttindi samfélagsins" í anda kommúnisma. Þegar enginn stendur lengur vörð um fyrri stefnuna verður afleiðingin valdboð og ofríki í nafni fjöldans. 

Ef takast á að verja frelsið og mannréttindin þurfum við að þekkja söguna og geta lært af reynslunni.

  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband