Fjölmiðlanefnd, gagnrýnin hugsun og frjáls skoðanamótun

Samkvæmt 10. gr. fjölmiðlalaga skal Fjölmiðlanefnd ,,vinna að því að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga". Hyggjum að verkum hennar:

Á vormánuðum 2020 réðst Fjölmiðlanefnd í sérstakt ,,Árvekniátak" til stemma stigu við flæði ,,falsfrétta og upplýsingaóreiðu" um kórónuveiruna. Átakið var gert til að varna því að ,,rangar og villandi upplýsingar, klæddar í búning alvöru frétta" hefðu ,,mótandi áhrif á skoðanir, hugmyndir og heilsufar almennings". Samkvæmt leiðbeiningum Fjölmiðlanefndar virtist betur mega treysta fréttum ef ,,stórir og rótgrónir miðlar" höfðu fjallað um málið. 

Voru þetta góðar leiðbeiningar frá nefnd sem á að þjóna lýðræði og málfrelsi? Í leit að svari er vert að skoða framgöngu stórra og rótgróinna miðla í kófinu, sjá t.d. hér og dæmi nú hver fyrir sig. Myndbandið endurspeglar tíðarandann og undirstrikar hvernig ,,stórir og rótgrónir" fjölmiðlar snerust frá því að veita valdhöfum aðhald, en tóku þess í stað þá stefnu að veita almenningi aðhald í þágu valdhafa. Framganga þessara miðla og hinnar íslensku fjölmiðlanefndar mætti kallast einhvers konar aðför að gagnrýninni hugsun og frjálsri skoðanamyndun. 

Í þessu samhengi er vert að rifja upp þetta viðtal Kristjáns Kristjánssonar við okkur lækna-Tómas, þar sem ég hvatti fólk til að beita gagnrýninni hugsun og varaði við uggvænlegum breytingum á stjórnarfari, sem ég sagði að gætu leitt okkur inn á braut alræðis. En vonandi nálgumst við það tímamark að geti horft gagnrýnum augum um öxl og jafnvel grínast með það hvernig hinn ,,frjálsi heimur" krafðist þess að fólk hneppti hugsun sína í fjötra kennivalds og vogaði sér ekki að efast um hinn ,,opinbera sannleika". 

Í ljósi reynslu síðustu ára hefur traust til ,,stórra og rótgróinna" fjölmiðla beðið mikinn hnekki. Með þjónkun sinni og gagnrýnisleysi hefur Fjölmiðlanefnd brugðist lagaskyldum og fyrirgert tilverurétti sínum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband