Ljótasti leiðari lýðveldissögunnar lítur verr út með hverjum deginum sem líður

Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur þann vafasama heiður að hafa skrifað ljótasta leiðara sem birst hefur í lýðveldissögunni, þar sem hann gerðist talsmaður aðskilnaðarstefnu og mismununar með því að hvetja til þess 13. nóvember 2021, að ,,óbólusettir" yrðu gerðir að annars flokks borgurum sem ekki nytu sömu réttarverndar og þeir sem hlýtt höfðu yfirvöldum og þegið tilskildar sprautur. Fjölmiðlanefnd, sem alla jafnan er mjög upptekin af öllu sem kenna má við ,,hatursorðræðu" taldi ekki forsendur til að taka rökstudda kvörtun til efnislegrar meðferðar, m.a. með vísan til þess að ,,hefðbundin gagnrýni, skoðanaágreiningur eða stjórnmálaumræður í fjölmiðlum" falli ekki undir hatursáróður og að ummælin hafi ekki uppfyllt lagaáskilnað um ,,markvissa og endurtekna hvatningu til haturs í fjölmiðlum". Má skilja þetta sem svo að birta megi ógeðfelldan texta og hvetja til mismununar að þessum skilyrðum uppfylltum?   

Allt framangreint rifjast upp reglulega, nú síðast þegar horft horft er á skelfilega skýran framburð Dr. Peter McCullough fyrir bandarískri þingnefnd, sem allir ættu að sjá og heyra. Með hverjum deginum koma nú fram fleiri vísindamenn og læknar sem gagnrýna harðlega aðgæsluleysi, fyrirhyggjuleysi og aðhaldsleysi eftirlitsstofnana. Útbreiddar og alvarlegar aukaverkanir umræddra sprautulyfja voru ekki - og hafa ekki enn - valdið því að yfirvöld hringi viðvörunarbjöllum, þrátt fyrir vaxandi andóf og aðvaranir lækna. Síðasti hlekkurinn birtir aðvörun yfir 400 lækna frá 34 löndum. Hvers vegna tjá ekki fleiri íslenskir læknar sig um þessi mál? Getur verið að fólk taki starfið sitt fram yfir samvisku sína? Snýst þetta um launaumslagið? Getur verið að við séum að brjóta gegn heildinum okkar þegar við kjósum að þegja þegar við vitum betur?

Ástæðan fyrir þögn og athafnaleysi yfirvalda og sérfræðinga er mögulega sú að erfitt er að viðurkenna mistök. Fram hjá því má þó ekki líta að sá dagur nálgast að almenningi verður ljóst að trúnaðarbrestur hefur orðið. Erfitt er að sjá hvernig unnt verður að byggja aftur upp traust til stofnana sem snerust frá því að verja almenning og gerðust þess í stað kjölturakkar valdsins. 

Ljósi punkturinn er sá að þegar næsti stormur áróðurs og skoðanaþvingunar skellur á munu almennir borgarar hafa meiri vara á sér. Borgarar sem einu sinni hafa brennt sig á gagnrýnisleysi munu ekki gína svo auðveldlega við hinni opinberu línu hér eftir. Það verður lýðræðinu vonandi til styrktar og heilindum okkar allra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband