Án málfrelsis er ekkert frelsi, ekkert lýðræði, engin pólitík

Síðustu ár hafa dunið á okkur þau skilaboð að við eigum að TRÚA því sem yfirvöld segja okkur og HLÝÐA. Fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands dró þetta vel saman á innan við 60 sekúndum þar sem hún sagði að yfirvöld myndu áfram vera eina sannleiksheimild almennings. Forssætisráðherra Íslands lýsti dálæti á þessum fyrrum kollega sínum og er einnig sérlega vinveitt forsætisráðherra Kanada sem í orði og verki hefur sýnt vafasama afstöðu til samskipta ríkis og borgara.

hlýðum víði

Í slíku umhverfi er það auðvitað merki um óleyfilega villutrú að efast sannindi þess sem hið opinbera hefur skilgreint sem ,,réttar upplýsingar". Á álagstímum er því sérstök ástæða til að skipa vinnuhóp um upplýsingaóreiðu og þá jafnframt fullkomlega eðlilegt að slíkur hópur kalli eftir því að skuldbindingar alþjóðlegra tæknifyrirtækja (Facebook, Google, Twitter, Mozilla, Microsoft og TikTok) til að sporna gegn upplýsingaóreiðu séu ,,einnig virtar gagnvart Íslendingum". Ég ráðlegg almenningi að prenta skýrsluna og eiga til minja um hvernig ríkisvaldið vildi skilgreina sig (og tæknifyrirtækin!) sem merkisbera sannleikans, þ.e. áður en sú leikmynd fór að falla og falsfréttir gærdagsins urðu að viðurkenndum staðreyndum. 

Í Sovétríkjunum sálugu var Aleksandr Solzhenitsyn dæmdur í 8 ára þrælkunarvist í Gúlaginu fyrir hafa, í einkabréfi, hallmælt (óskeikulum) leiðtoga ríkisins. Á Vesturlöndum búum við ekki (enn) við slíka ógn. En fræjunum hefur verið sáð. Þingslályktunartillaga forsætisráðherra Íslands um hatursorðræðu og vinirnir sem hún velur sér gefa vísbendingar um hvert stefnir. Afskiptaleysi þingflokks Sjálfstæðisflokksins af þessu máli er vítavert. Ef þögn um þessi mál á sér þá réttlætingu að ekki megi raska ró á stjórnarheimilinu, þá er slíkur friður of dýru verði keyptur. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband