Myndir þú kjósa Annie Wilkes?

Mannkynssagan geymir ótal dæmi um ótrúlegt langlundargeð venjulegs fólks. Sagan er til marks um að menn séu tilbúnir til að sætta sig við harðstjórn, niðurlægingu, kúgun, ofbeldi, einelti s.frv. En sagan sýnir einnig að þolinmæðin er ekki endalaus. Án fyrirvara getur það gerst að menn segi skyndilega hingað og ekki lengra. Einn daginn gátu landamæraverðir Austur-Þýskalands ekki lengur haldið aftur af fólki sem vildi fara til vesturs. Einn daginn stendur einhver upp og segir hið augljósa: Keisarinn er nakinn. 

Við búum nú í samfélagi:

- þar sem ríkisvald og alþjóðastofnanir ganga sífellt nær borgurunum með kæfandi ,,umhyggju", sem notuð er til að skerða réttindi sem eiga þó að heita varin í stjórnarskrám og mannréttindasáttmálumi will take good care of you

- þar sem verstu hliðar stjórnmálanna er daglega til sýnis; þar sem stjórnlyndir hægri og vinstri flokkar sameinast um að þenja út regluverkið og hleypa þannig ofvexti í lögin, embættismannakerfið, eftirlitskerfið o.fl.; þar sem völdin þjappast saman en ábyrgð er látin hverfa; þar sem gagnrýnin hugsun er illa séð; þar sem tækniræði og ánauð eru hærra metin en skapandi hugsun og frjáls mannsandi

- þar sem skólar eru orðnir að innrætingarstöðvum sem þjálfa fólk í að hlýða en ekki að hugsa sjálfstætt

- þar sem stjórnmálaflokkar standa ekki lengur vörð um hugsjónir, en verja þess í stað hagsmuni og völd 

- þar sem valdboðssinnaðir stjórnmálamenn sækja hugmyndir til Davos en hlusta ekki á kjósendur í heimalandinu

Keisarinn er nakinn. 

[Til nánari skýringar: Sjá hér Kathy Bates í hlutverki Annie Wilkes í kvikmyndinni Misery (1990)]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband