Um hvað snúast íslensk stjórnmál?

Með hverjum deginum verður erfiðara að svara ofangreindri spurningu. Formaður VG er orðinn sérstakur stuðningsmaður Nato og hlær á fundum erlendis, á meðan þingflokkur Sjálfstæðisflokksins situr heima og stuðlar að skattahækkunum á fyrirtæki.

Til að ná langt í stjórnmálum þurfa menn að læra að segja eitt og gera eitthvað allt annað. Dæmi: Vegsama lýðræðið en innleiða reglur sem ekki eiga sér lýðræðislega rót og ekki hafa verið ræddar á Alþingi. Mæra fjölbreytileika, en gagnrýna alla sem hugsa sjálfstætt. Tala fyrir umburðarlyndi en kalla eftir útilokun þeirra sem ganga ekki í takt. Tala um friðsamleg samskipti þjóða, en fjármagna um leið stríðsrekstur. Lofsama almenna menntun, en leyfa innrætingu í skólum. Tala um mikilvægi frjálsra fjölmiðla, en nota almannafé til að gera þá að málpípum stjórnvalda.

Í þessu ljósi er kannski rétt að ítreka að bókin „1984“ var viðvörun, ekki leiðbeiningarrit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband