Uppstokkun mennskunni til varnar

Í heimi þar sem allt snýr öðru vísi en áður hafa pólitískar línur riðlast. Flokkar fylgja ekki lengur sinni eigin stefnuskrá. Hugsjónir eru til skrauts og þátttakendur í stjórnmálum leika hlutverk stjórnmálamanna. Ég nefni þetta hér því þegar ég las grein Ögmundar Jónassonar í sunnudagsblaði Moggans (23.7.2023) langaði mig til að standa upp og klappa. Eftir lesturinn velti ég fyrir mér hvernig beri að skilja þá pólitísku gerjun sem nú er að eiga sér stað. Getur verið að átakafletirnir snúist nú ekki um sósíalisma / kapítalisma, heldur um hina nýju samfélagsgerð sem alþjóðastofnanir, alþjóðleg stórfyrirtæki og alþjóðlega þenkjandi stjórnmálamenn birta okkur daglega? Í fyrrnefndri grein Ögmundar er að finna varnaðarorð gegn þessari þróun í átt til framtíðar þar sem réttindi einstaklinganna eru einskis virði. Lýsing Ögmundar skírskotar til þess sem ég hef nefnt samtakaríkið (e. corporate state) sem í sögulegu samhengi er stórkostlega varhugavert fyrirbæri og undanfari fasisma. 

Áður en við göngum þessum nýja veruleika á hönd þurfum að við að átta okkur á hvað er í húfi: Í samtakaríkinu sameinast ríkisvald, peningavald og stjórnmálin með þeim afleiðingum að almannahagur er látinn mæta afgangi. Í slíku fyrirkomulagi fjármagna hagsmunaaðilar eftirlitsstofnanir, vígbúnað, matvælaframleiðslu, fjölmiðla o.fl. og nota vald sitt til að lækka öryggiskröfur, flytja áróður, forða framleiðendum frá bótaábyrgð o.fl. en fá um leið greiðan aðgang að fjárhirslum ríkisins.  

Í slíku umhverfi þurfa menn úr ólíkum flokkum að byggja brýr, búa til nýjan samtalsvettvang og efla samtakamátt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband