Íslenskir stjórnmálamenn starfa í umboði Íslendinga, ekki ESB

Lesendur eru hvattir til að kynna sér vandaða grein eftir Hjört J. Guðmundsson, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Greinin ber heitið ,,Fullkomin uppgjöf". Greinin undirstrikar alvarleika frumvarpsins um bókun 35 sem lagt var fram sl. vor en verður vonandi aldrei lagt fram aftur. Lýsing Hjartar í niðurlagi greinar hans er svohljóðandi:

Versta mögu­lega staðan sem gæti komið upp, næði frum­varp ut­an­rík­is­ráðherra ekki fram að ganga og málið færi í kjöl­farið fyr­ir EFTA-dóm­stól­inn, væri sú að komizt yrði að þeirri niður­stöðu að stjórn­völd­um bæri sam­kvæmt EES-samn­ingn­um að verða við kröfu ESA. Með öðrum orðum það sem frum­varpið fel­ur í sér! Um fyr­ir­fram upp­gjöf er þannig að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyr­ir dómi.

Málið minn­ir fyr­ir vikið að ýmsu leyti á Ices­a­ve-málið á sín­um tíma. Þannig hafði ESA til að mynda í því máli líkt og nú, ekki gert nokkra at­huga­semd við inn­leiðingu á viðkom­andi reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins hér á landi um langt ára­bil þegar stofn­un­in ákvað að gera mál út af því. Þá átti, líkt og nú, að gef­ast upp fyr­ir­fram í stað þess að láta fyrst reyna á málið fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um þar sem Ísland hafði að lok­um sig­ur.

Mikl­ir fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir voru í húfi í Ices­a­ve-mál­inu en málið sner­ist þó ein­ung­is um eina til­tekna lög­gjöf frá Evr­ópu­sam­band­inu. Til­skip­un þess um inni­stæðutrygg­ing­ar. Frum­varp ut­an­rík­is­ráðherra varðar hins veg­ar alla lög­gjöf sem hef­ur verið og mun verða tek­in upp hér á landi í gegn­um EES-samn­ing­inn og ger­ir hana í reynd æðri ann­arri al­mennri laga­setn­ingu af þeirri einu ástæðu að hún kem­ur frá sam­band­inu.

Vert er að árétta það að lok­um að ein af for­send­um aðild­ar Íslands að EES-samn­ingn­um á sín­um tíma var sú að bók­un 35 yrði inn­leidd með þeim hætti sem gert var og það ekki að ástæðulausu. Að öðrum kosti hefði að öll­um lík­ind­um aldrei orðið af aðild­inni. Málið er hins veg­ar í fullu sam­ræmi við þróun samn­ings­ins á und­an­förn­um árum þar sem sí­fellt hef­ur verið farið fram á meira framsal valds yfir ís­lenzk­um mál­um.

Stjórnmálamenn eru kjörnir á þing til að verja hagsmuni lands og þjóðar gagnvart öðrum ríkjum, yfirþjóðlegum stofnunum, alþjóðlegum stórfyrirtækjum o.fl. Slíkri hagsmunagæslu er ekki sinnt með því sem Hjörtur kallar fullkomna uppgjöf.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband