11.9.2023 | 09:16
Hvar eru nú málsvarar bænda / veiðiréttarhafa?
Hafandi varið þremur yndislegum dögum við árbakka Laxár í Aðaldal nú í síðustu viku er ég harmi sleginn yfir fréttum af því sem með réttu má kalla umhverfisslys, þ.e. að þúsundir eldislaxa hafi sloppið úr sjókvíum í Patreksfirði í ágúst. Meðal veiðifélaga minna voru menn sem veitt hafa lengi í Noregi og þekkja vel til neikvæðra afleiðinga sjókvíaeldis þar í landi. Stjórnmálamenn hafa á síðustu árum keppst um að mæra þessa starfsemi, en hvar eru nú málsvarar landeigenda / veiðiréttarhafa / bænda þegar þeir standa frammi fyrir ógn á þessum skala? Halda mætti að stjórnmálamenn hirði ekki um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja, heldur leggi allt kapp á að þjóna þeim einum sem hafa risahagsmuna að gæta. Vonandi er það ekki svo.
Athugasemdir
Mesta ógnin í fiskeldinu er þegar uppgjafa stjórnmálamenn komast í valdastóla er hafa einhverju að ráða í atvinnulífinu , því þeir vita alla klækina er við þarf til að ná fram sínum málum gegnum pólitíkina,þetta gerðist í fiskeldinu.Það var rómað sem nauðsynleg atvinnu uppbygging af afdönkuðum úreltum stjórnmálamönnum og undirtóku flokkarnir þar sem þeir sáu tækifæri til að auka fylgi sinna flokka og gæðinga sinna er bíða ætíð færis þegar hentug tækifæri að þeirra mati koma fram.Pólitíkin er ætíð eins klíkukennd og verður þannig á kostnað almennings þer sem fáir mótmæla ofríkinu.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 11.9.2023 kl. 11:17
Þeir sleppa ekki úr sjókví á landi,eins og þeirri sem starfrækt er frá Þorlákshöfn.
Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2023 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.