16.9.2023 | 09:04
Hverjum leyfist að stefna brothættu fleyi beint í brimgarðinn?
Sá sem þetta ritar lagði huggulegan embættisferil á hilluna til að geta, sem frjáls maður, nýtt stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi til beinnar þátttöku í vörn þess sem kenna má við frjálslynt og lýðræðislegt stjórnarfar. Í þeim tilgangi að finna samherja í þeirri baráttu skráði ég mig í stjórnmálaflokk sem gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur íhaldsflokkur, sem er andvígur aðild Íslands að ESB. Um yfirlýsta stefnu flokksins má t.d. vísa til eftirfarandi texta beint af heimasíðu flokksins:
Hvað segir Sjálfsstæðisflokkurinn um alþjóðasamvinnu? Sjálfsstæðisflokkurinn leggur mikla áherslu á öfluga alþjóðasamvinnu og opin alþjóðaviðskipti. Þannig eru hagsmunir smáríkis best tryggðir. Slík samvinna má þó aldrei draga úr fullveldi lands og þjóðar, sem fyrri kynslóðir lögðu allt í sölurnar til að ná. Kjarninn í alþjóðlegu samstarfi Íslands byggir á frelsi, mannréttindum, velferð og sameiginlegum gildum og hagsmunum. Sjálfsstæðisflokkurinn vann að aðild Íslands að helstu alþjóðlegum stofnunum svo sem Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbandalaginu og Evrópska efnahagssvæðinu, vill viðhalda henni og treysta viðskipti við aðrar þjóðir á grundvelli fríverslunar.
Hvað segir sjálfsstæðisstefnan um lýðræði og frelsi? Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisflokkur sem er fylgjandi valddreifingu í þjóðfélaginu. Hann setur traust sitt og trú á hverja manneskju í þeirri vissu, að fái frumkvæði, framkvæmdaþróttur og kapp hvers og eins notið sín, miði samfélaginu öllu skjótast áfram. Stefna flokksins miðast við það, að fólk fái notið ávaxta verka sinna og sjái tilgang í því að leggja sig fram, sér og sínum til viðurværis, hagsbóta og ánægju. Sjálfstæðisstefnan leggur áherslu á að sjálfstæðisbaráttan getur aldrei tekið enda. Lýðræði og lýðfrelsi er ekki tryggt, vegna þess eins að þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar fara fram fjórða hvert ár. Ef t.d. þessar stofnanir fólksins, þing og sveitarstjórnir, gleyma að vald þeirra kemur frá fólkinu og fara að haga sér eins og opinberar stofnanir hafi sjálfstæðar þarfir, er bæði lýðræði og lýðfrelsinu hætta búin. Frelsi verður aldrei tryggt í eitt skipti fyrir öll. Þess vegna eru önnur kjörorð Sjálfstæðisflokksins Báknið burt.
Með frumvarpinu er ætlunin að gera nauðsynlegar breytingar til þess að breyta innleiðingu bókunar 35 við EES-samninginn og tryggja fulla virkni hans hér á landi í þágu einstaklinga og lögaðila. Endurflutt. Október.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 91
- Sl. sólarhring: 575
- Sl. viku: 6445
- Frá upphafi: 356758
Annað
- Innlit í dag: 77
- Innlit sl. viku: 5573
- Gestir í dag: 77
- IP-tölur í dag: 77
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá er bara best að yfirgefa flokkinn, ef Þórdís leggur þetta frumvarp fram
Eggert Guðmundsson, 16.9.2023 kl. 09:29
Algjörlega á sama máli og Eggert........
Jóhann Elíasson, 16.9.2023 kl. 12:03
Góð grein og nauðsynlegt innlegg í umræðuna um það hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er nú að reyna að troða Bókun 35 í gegn um Alþingi sem er í raun óskiljanlegt í ljósi grunngilda og stefnu flokksins.
Júlíus Valsson, 16.9.2023 kl. 12:23
Að mínum dómi, hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það og sannað, með athöfnum sínum undanfarna mánuði og misseri að HANN VERÐSKULDAR EKKI AÐ HAFA ÞIG Í SÍNUM RÖÐUM.....
Jóhann Elíasson, 16.9.2023 kl. 12:42
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er að kljúfa flokkinn í herðar niður. Ég mun ekki kjósa XD ef hún verður þar áfram.
Gunnar Thorarinsson (IP-tala skráð) 16.9.2023 kl. 12:48
Tek undir allar athgasemdir hér að ofan. Spurningin er einnig sú, af hverju er verið að halda
landsfundi og búa til tillögur og ályktanir þegar ekkert er eftir þeim farið.??
Þessi manneskja er að eyðileggja flokkin og ætti strax að yfirgefa hann ásam fleirum dulbúnum
viðreisnar mönnum.
Ætlar BB að beygja sig fyrir þessu..?? Nú mun koma í ljós hversu góður formaður hann er.
Maður eða mús.
Sigurður Kristján Hjaltested, 16.9.2023 kl. 14:56
Sælir félagar.
Nú er manni varla farið á lítast á blikuna og líklega er það eina sem getur komið þessari stjórna-óværu frá er önnur búsáhaldabylting.
Það hefur nú hingað til ekki verið að ég held mikið um það að Sjálfstæðismenn stæðu í mótmælum á götum úti en hvað er til ráða til að knýja fram breytingar.
kv. hrossabrestur.
Hrossabrestur, 16.9.2023 kl. 15:02
Ég veit ekki betur en öll forysta flokksins, reyndar allir þingmenn flokksins að einum undanskildum, hafi samþykkt Orkupakka 3.
Ég sé ekkert í kortunum sem bendir til annars en eins verði með bókun 35. Allt virðist þingmönnum flokksins þykja gott sem frá Brussel kemur.
Því miður hefur þingflokkur flokksins verið, nákvæmlega eins og þú orðar og lýsir: Úlfar í sauðagærum, staðlaðir skv. forskrift ESB, enda enginn flokkur iðnari við að innleiða lög og reglugerðir frá ESB, en einmitt flokkurinn sem segist, í orði kveðnu, andsnúinn því.
Hafðu miklar þakkir fyrir elju þína og atorku við að fletta reifunum af úlfaflokknum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.9.2023 kl. 15:39
Hafðu þakkir fyrir Arnar Þór fyrir allar þínar góðu greinar. Ég tek heilshugar undir með þér og félögum okkar sem hér hafa ritað í athugasemdir, hér að ofan. Ég gerðist ungur, líklega 16 ára, félagi ungra Sjálfstæðismanna fyrir yfir 50 árum síðan, en þegar flokkurinn samþykkti Icesave frumvarp Jóhönnustjórnarinnar sagði ég mig úr flokknum. Æ síðan hef ég ekki betur séð en að flokkurinn hefur fjarlægst þau gildi sem hann stóð fyrir þegar ég gekk til liðs við hann og allt fram að formannskjöri BB.
Alveg frá því BB gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hallað undan fæti hjá flokknum og hann færst sífellt lengra til vinstri og er nú svo komið að flokkurinn stendur ekki undir nafni. Það er með sorg í hjarta að horfa uppá það sem þar er að gerast.
Tómas Ibsen Halldórsson, 16.9.2023 kl. 16:05
Sæll Arnar Þór; sem og aðrir, þinna gesta !
Liggur ekki beinast fyrir; endurreisn gamla Íhaldsflokksins (24. Febrúar 1924 - 1929)
í ljósi þeirrar vanvirðu, sem Sjálfstæðismenn Bjarna Benediktssonar og nótar hans sýna
minningu og störfum Jóns heitins Þorlákssonar (1877 - 1935), nú um stundir ?
Hafðu beztu þakkir; fyrir þín skrif sem þarfar brýningar í hvívetna Arnar Þór um leið,
og jeg vil taka undir sjónarmið þeirra allra, sem á undan hafa farið í athugasemdunum,
hjer að ofan.
Með; hinum beztu kveðjum, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.9.2023 kl. 17:27
Það sem ég hef margoft varað við í athugasemdun við ýmsa pistla moggabloggara er að stærsti ESB sinnaði flokkur landsins sé og hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn undir formennsku Bjarna Benediktssonar.
Nú raðast upp afar varasamir skýja- og kólgubakkar á himni:
Á sama tíma og Samfylkingin tekur ESB aðild af forgangslista sínum, þá rýkur fylgið upp. Svo mjög að við liggur að dugi Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum að mynda 2ja flokka ríkisstjórn, í anda hrunstjórnarinnar.
Ekki mun þá Samfylkingin standa í vegi fyrir vilja ESB sinnaðra úlfanna í sauðargærunum, sem ítrekað hafa svikið ályktanir landsfunda og grunngildi flokksins.
Að mínu mati skiptir því mestu núna að alvöru sjálfstæðismenn yfirgefi flokkinn, og kjósi alls ekki, því atkvæði greitt flokki BB Jr., væri í reynd atkvæði greitt Samfylkingunni og hröðu ESB aðildarferli.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.9.2023 kl. 20:40
Þakka þér fyrir alla þína pistla Arnar Þór,svo einkennilegt sem mörgum finnst að gamlingjar eins og ég hafi áhyggjur af þjóðmálum.En kannski er það núna í fyrsta sinn sem við virkilega verðum að standa saman.Þeir eru til sem telja að Sjálfstæðismönnum sé ekki að skapi að verjast og berjast á götum úti eða úti á túni hjá Jóni forseta.
Við vitum hve orðið er öflugt frá þeim sem tala sannleikann,góða nótt
Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2023 kl. 03:22
Þetta er mjög fréttnæmt. Munu fréttamenn taka eftir?
Geir Ágústsson, 17.9.2023 kl. 20:49
Komið þið sæl; á ný !
Geir !
Þjer að segja; er vart hægt að tala um frjettamennzku lengur
hjerlendis, að undanskildum stoku sprettum á vefsíðu Útvarps
Sögu - Samstöð þeirra Gunnars Smára Egilssonar, svo og Wíkileka
Kristins Hrafnssonar.
Í seinni tíð; sæki jeg ýmsa frjettapunkta til Færeyska Kringvarp-
sins (kvf.fo) - Buenos Aires Herald suður í Argentínu, svo og
Khabar.kz austur í Kazakhstan, t.d.
Frjettamennzka Heimildarinnar; er svo allt of menguð af hagsmunum
Samfylkingarinnar, og ýmissa annarra Spjefugla samkundna.
Má því segja, að mikil eftirsjá sje nú um stundir, af þeim Halldóri
heitnum Halldórssyni Helgarpósts ritstjóra, og þá ekki síður Jónasi
heitnum Kristjánssyni collega hans, ekki síður.
Með þeim sömu kveðjum; sem hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.9.2023 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.