17.9.2023 | 16:19
Hljóð og mynd
Hér eru nokkrar klippur úr samtali okkar Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpinu #einpæling, sem birt er í dag á youtube. Þarna má heyra ummæli mín um frumvarpið um bókun 35 í stærra samhengi, sbr. sérstaklega síðustu mínúturnar hér (frá 13.50). Að gefnu tilefni skal þó tekið fram að í viðtalinu tók ég fram í lokin, að ég vil áfram reyna að vinna, innan flokksins, að nauðsynlegri stefnubreytingu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag hvatti ég aðra til þess að leggjast á sömu árar og þannig að flokkurinn lendi ekki uppi á skeri vegna þessa máls.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.