Lesefni fyrir Björn Bjarnason úr Vísi 1946 og 2023

Ég hvet alla til að lesa bloggfærslu Björns Bjarnasonar í dag. Seinni hluti hennar, er snýr að Páli Vilhjálmssyni, er ágætur og til marks um að Björn er ritfær og skynsamur maður þegar hann vill það við hafa. Í fyrri hlutanum má á hinn bóginn sjá takta sem sýna Björn í hans versta ljósi, þar sem hann ræðst að persónum (ad hominem) og beitir auk þess öðrum misheppnuðum rökbrellum til að forðast kjarna málsins.

Eins og ég hef áður skýrt og raunar spáð fyrirfram (ca. 25. mín) var flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins skipulagður með þeim hætti að tryggja átti að tillaga mín næði aldrei út úr málefnanefnd, auk þess freklega var gengið á rétt almennra fundarmanna til að koma í pontu og tjá sig. Aðferðafræðin birtist skýrlega í meðfylgjandi leiðara Vísis frá árinu 1946. [Smellið til að stækka]. Rökbrellur og útúrsnúningar Björns eru honum ekki til framdráttar. Honum er fyllilega ljóst að málið snýst ekki um mína persónu heldur um sjálfan grundvöll Sjálfstæðisflokksins. Sjá nánar þetta viðtal hér sem birt var á Visir.is í gærLýðræðis-einræði 2

Lýðræðis-einræði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband