Má bjóða þér far með stefnulausri skútu?

Þegar aðrir mjálma yfir því að ég eigi að ,,vanda orðaval" mitt betur og vilja vísa mér á góðan ,,PR mann" til að slípa mig til, þá er hægt að treysta Eyjamönnum - og öðrum sem eru í tengslum við náttúruöflin og raunveruleikann - til að segja mér að ,,tala hreint út" og fara ekki í kringum hlutina eins og ,,köttur í kringum heitan graut". Sérstaklega var hressandi að fá símtal frá ónefndum skipstóra í gær sem skammaði mig fyrir að ,,ganga ekki nógu langt" í lýsingum á því ,,ófremdarástandi" sem ríkir í stjórnmálum nútímans, þar sem flest er í ólestri. 

Að þessu sögðu hvet ég alla áhugamenn um íslensk stjórnmál til að lesa kjarnyrta grein Páls Magnússonar í Mogganum í dag. Þar lýsir hann því sem Gandhi flokkaði sem ,,samfélagslega höfuðsynd", þ.e. prinsipplausum stjórnmálum (e. Politics without principles).

Enginn heilvita maður myndi stíga um borð í skip með áhöfn sem vissi ekki hvert hún væri að fara. Er í því ljósi ásættanlegt fyrir heila þjóð að sitja sem farþegar um borð í skútu þar sem siglingafræðin eru vanvirt, skipstjórnendur ósamstíga, stefnan reikul og enginn veit hvert stefnir?  

mbl210923


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hver er stefna forystu Sjálfstæðisflokksins, fyrir hverju eru menn að berjast?

Júlíus Valsson, 21.9.2023 kl. 09:19

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mér hafa fundist allir þínir pistlar mjög málefnalegir, kjarngóðir og hressandi.

En ég get líka tekið undir með skipstjóranum að það mætti alveg láta þessi

ófremdar ástönd í pólitíkinni hafa það óþvegið.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.9.2023 kl. 10:08

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Þessi flokkur er t.d. með skýra STEEFNU í því að bakka út úr Schengen:

https://contact.blog.is/blog/vonin/

------------------------------------------------------------------------

Er xd með skýra stefnu í því máli inní framtíðina????????????????????

Dominus Sanctus., 21.9.2023 kl. 11:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Tek undir með þér Sigurður enda vekur hann fádæma athygli. Verð að gefa mér tíma og lesa hvað Páll M. segir,þetta er nú Morgunblað,en ég hafði ekki lokið við krossgátuna.

Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2023 kl. 19:01

5 identicon

Fíló, Islenka Kristskirkjan svo eitthvað sé bent á. Hjálpræðisherin. Sjálf hlustaði ég stundum á Boðinarkirkjuna. Það er ennþá hægt að fara í kyrrðar stundir hjá þjóðkirkjunni og fá hið heilaga sacramennt í Grafó er það á þriðjudögum kl 11.

Ruth (IP-tala skráð) 21.9.2023 kl. 22:16

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Frábært hjá Páli eftirlaunaþega en ekki man ég eftir Páli þingmanni að berja í borðið eins og í þau fáu skipti sem þér er hleypt inn á Alþingi eða þegar Sigríður Andersen var í ræðustól þingsins (en tókst að bola út af dómaraklíkunni).

Geir Ágústsson, 22.9.2023 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband