28.9.2023 | 18:22
Örugg og árangursrík / safe and effective?
,,Miðvikudaginn Þann 4.október næstkomandi kl.18:00 verður á Grand Hótel haldið málþing um Covid faraldurinn og bóluefnin og hvort þau hafi staðist öryggiskröfur og hvort sumar lotur efnanna séu skaðlegri en aðrar. Í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag ræddi hún við Arnar Þór Jónsson lögmann, varaþingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómara um efni málþingsins en Arnar verður fundarstjóri á málþinginu.
Á málþinginu verða viðstaddir meðal annars tveir vísindamenn sem nýlega birtu niðurstöðu danskrar rannsóknar sinnar á Covid bóluefnum en í rannsókninni kom meðal annars fram að 5% af framleiðslulotum bólefnanna séu þær lotur sem standi á bak við sem flestar tilkynntur aukaverkanir. Það þýði að það sé þessi 5% hluti sem hafi valdið langmestum heilsufarsskaða af þeim bólefnum sem gefin voru.
Hér á landi hafi hins vegar verið látið undir höfuð leggjast að skrá upplýsingar um hvort og þá hvaða lotur hafi valdið mestum aukaverkunum.
það hefur hvorki verið leitað eða skráð hugsanlegt samhengi milli þeirra sem hafa hugsanlega lent í heilsutjóni af völdum þessara lyfja og lotunúmera þeirra og þá má halda því fram að slíkt jaðraði við einhvers konar gáleysi af hálfu stjórnvalda segir Arnar.
Dreifing efnanna sögð refsiverð
Svissneski lögmaðurinn Philipp Kruse sem einnig verður meðal framsögumanna á málþinginu mun þar einnig greina frá sinni skoðun á efnunum en hann hefur meðal annars látið frá sér fara, að í ljósi þess að vitað sé um skaðsemi efnanna, geti dreifing þeirra talist refsiverð.
það liggi fyrir að skaðinn af þeim sé slíkur og það hafi legið fyrir lengi að það megi nánast líkja þessu við rússneska rúllettu segir Arnar Þór.
Bendir Arnar þór á að nú sé betur að koma í ljós að Covid bóluefnin hafi verið skaðleg heilsu fólks".
Um hið síðastnefnda verður fjallað nánar á þessu bloggi á morgun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.