RÚV hefur brugðist hlutverki sínu. Skylduáskrift er tímaskekkja.

Páll Vilhjálmsson fjallar um RÚV í bloggi sínu í dag og sparar ekki stóru orðin, enda kannski engin ástæða til þegar um er að ræða stofnun sem sogar til sín þúsundir milljóna úr vösum skattgreiðenda og misnotar það fé í þágu pólitísks málstaðar. Stöðugt fleiri Íslendingar eru að átta sig á því hversu einhliða og þröngsýn umfjöllun RÚV er um flest allt sem máli skiptir, hvort sem það eru loftslagsmál, innflytjendamál, bandarísk stjórnmál, stríðsrekstur, ESB, kóvid o.fl. Skilaboðum sínum kemur RÚV áleiðis með ýmsum hætti, t.d. með því að þegja um sumt og bjaga sjónarhorn á annað. Samt er RÚV, lögum samkvæmt, ætlað að vera hlutlaust og hefur ekki leyfi til að fylgja einni pólitískri stefnu umfram aðra. Um þetta má rita mun lengra mál og vonandi gefst tími til þess síðar.  

Framsetning RÚV á fréttum um heimsfaraldurinn var einhliða og gagnrýnislaus. Hræðsla við veiruna var mögnuð upp, aðhald gagnvart stjórnvöldum var lítið (ef nokkuð) og umfjöllun um almenna sprautuherferð algjörlega bremsulaus. Þetta er býsna alvarlegt í ljósi öryggis- og almannavarnahlutverks RÚV, sérstaklega nú þegar vísbendingar eru komnar fram um að bóluefnin kunni að hafa valdið útbreiddum og miklum heilsufarsskaða. Auk þess sem nú er fram komið og viðurkennt af hálfu Lyfjastofnunar Bretlands (MHRA) að eftirlit með lyfjunum hafi verið vanrækt, en ekki liggur fyrir að Lyfjastofnun Íslands hafi viðhaft betra eftirlit heldur þvert á móti apað upp allt það sem systurstofnanir erlendis höfðu gert viðvíkjandi umræddum lyfjum.

RÚV hefur brugðist þeim kröfum sem til þess eru gerðar. Slíka stofnun á ekki að hafa áfram á dýrum fóðrum, heldur skera niður og gefa frjálsum fjölmiðlum færi á að stíga inn. Áhættan fyrir almenning er engin, því stórar fjárhæðir munu sparast og vandséð að unnt sé að standa verr að málum en RÚV gerir fyrir alla þá milljarða sem stofnunin hefur fengið til ráðstöfunar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein, en þó með þem galla að talað er um veiru eins og um heilagan sannleika sé að ræða en mýtan um hana er stæsta lýgin, enn fremur er talað um frjálsa fjölmiðla þegar staðreyndin er sú að það er enginn frjáls fjölmiðill til í landinu.

Birgir Björgvinsson (IP-tala skráð) 29.9.2023 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband