1.10.2023 | 14:57
Samstarf við CHD, stofnun Roberts Kennedy
Þetta blogg hefur verið í loftinu síðan í janúarmánuði sl., fengið yfir 170.000 flettingar og er þegar þetta er ritað 2. vinælasta bloggsíðan á eftir Páli Vilhjálmssyni.
Á næstu dögum mun höfundur færa þessi skrif yfir á vefsíðu sem tengist Childrens Health Defense sem er stofnun á vegum Roberts Kennedy.
Þegar hin íslenska vefsíða verður opnuð mun verða tilkynnt um það hér. Í millitíðinni eru lesendur hvattir til að kynna sér efnið sem finna má á alþjóðlegri vefsíðu CHD, sjá hér.
Athugasemdir
Sæll Arnar,
Ég hef fylgst með þér síðan þú byrjaðir að skrifa hér á blog.is enda er bloggið besti fjölmiðill Íslands þar sem allskonar skoðanir fá að að koma fram.
Ég tel að það sé mjög mikilvægt að þú hættir ekki að birta greinar á blogginu og flytir þí alfarið yfir á CHD. Íslendingar eru upp til hópa vanafastir og sérstaklega eldri kynslóðir mun reynast þetta vera flókið. Ekki misskilja mig ég þekki vel til CHD enda hef verið á póstlistanum þeirra undanfarin ár og fyrir mig skiptir ekki máli hvar þú ert mun alltaf getað lesið þínar greinar. En tel að þú verður að viðhalda blogginu enda sýnir heimsóknir að fólk tekur eftir þér. Þessvegna er svo mikilvægt að halda þínu vægi áfram því þessi flutningur gæti misheppnast og tímanlega séð megum við, þjóðin ekki við því.
Þröstur R., 1.10.2023 kl. 15:33
Tek undir með Þresti. Mögulega bara afrita inn á þessa síðu og birta og setja inn tengil á CHD.
Geir Ágústsson, 1.10.2023 kl. 19:53
Tek undir hvatningarorð þeirra sem hér hafa tjáð sig um að halda eftir sem áður að halda bloggsíðu þinni hér áfram, samhliða CHD og feisbók. Snýst um að sem flestir sjái skrif þín.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.10.2023 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.