5.10.2023 | 09:21
Almenningur er að vakna en skipuleggjendur ,,lagadagsins" sofa
Húsfyllir var á málþingi um Covid-19 bóluefni sem haldið var í Reykjavík í gærkvöldi. Yfir 200 manns sóttu fundinn, auk þeirra sem fylgdust með í beinni útsendingu. Erlendir sérfræðingar fluttu kraftmikil erindi um ýmsar hliðar þessa máls, sem ekki hafa verið til umræðu í íslenskum fjölmiðlum. Margt kom fram sem sýnir aðgerðir stjórnvalda í vafasömu ljósi, m.a. niðurstöður þessarar rannsóknar sem bendir til að lítill hluti framleiðslunnar hafi valdið mestum skaða.
Frammi fyrir vísbendingum um útbreiddan og alvarlegan skaða af völdum bóluefnanna líkja sífellt fleiri þessu við einhvers konar lyfjatilraun sem framkvæmd hafi verið á almenningi. Rifjað var upp hvernig lýðræðislegir stjórnarhættir voru aflagðir í kófinu og stjórnarskrár teknar úr sambandi með þeim afleiðingum að grundvallarmannréttindi voru vanvirt og almenningur beittur ýmiss konar ofríki, svo sem með því að fyrirskipa grímunotkun, hefta ferðafrelsi, þrengja að tjáningarfrelsi og beita almenning þrýstingi í því skyni að fá fólk til að láta sprauta sig með lyfjum sem telja má hafa verið á tilraunastigi. Á meðan öllu þessu gekk sleppti Alþingi eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu gagnvart ríkisstjórn landsins og ríkisstjórnin afhenti handvöldum sérfræðingum stefnumörkun og daglega stjórn. Lögmannafélagið þagði þunnu hljóði og þegir enn. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir undirritaðs þess efnis að þetta tímabil verði tekið til alvarlegrar umræðu á opnum vettvangi hins svonefnda ,,Lagadags" gerist það nú, annað árið í röð, að ,,lögfræðingasamfélagið" kemur saman til að ræða allt annað en það sem heita má stærsta aðför að réttarríkinu á lýðveldistímanum.
Athugasemdir
Eru lögmenn á Íslandi "bólusettir"?
Júlíus Valsson, 5.10.2023 kl. 10:02
Frábært að þessi fundur var haldinn.
Fólk þarf virkilega að fara að vakna hvernig að þeim var logið
og það með aðstoð stjórnvalda.
Sigurður Kristján Hjaltested, 5.10.2023 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.