Þingvellir

Arnar Phillip 23Á Þingvöllum í gær velti þýskumælandi félagi minn fyrir sér orðsifjum. Þing er náskylt orðinu think á ensku og sögninni denken á þýsku. Þýska nafnorðið Ding og enska nafnorðið thing þýðir málefni eða hlutur. Þegar kollegi minn horfði yfir landið sagði hann útilokað að menn hefðu komið um svo langan og torfæran veg til að ræða smámuni og aukaatriði. 

Á Þingvöllum komu menn saman til að hugsa og ræða saman um aðkallandi vandamál, sammælast um reglur og finna lausnir / úrræði / viðbrögð / svör við knýjandi áskorunum samtímans. Menn sem voru fjarverandi heimilum sínum um hábjargræðistímann höfðu örugglega engan húmor fyrir innantómu blaðri, sýndarmennsku eða dyggðaflöggun. Þar hefði enginn vogað sér að gera tillögur um kostnaðarsamar gervilausnir á tilbúnum / uppblásnum vandamálum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband