16.10.2023 | 16:03
Fréttin sem hvarf?
Í hádegisfréttum RÚV í dag var rætt við hjartalækni sem
,,segist sennilega myndu mæla gegn því að karlmenn, 30 ára og yngri, yrðu bólusettir við COVID19 í dag.
Tilvik hjartavöðvabólgu í kringum þriðju bólusetningina voru algengust hjá þessum aldurshópi hér á landi." Tilvitnuð orð eru beint af vef RÚV.
Þetta má heyra bæði í yfirlitinu fremst í hádegisfréttunum og aftur í lok fréttatímans, en af einhverjum ástæðum er viðtalið sjálft ekki aðgengilegt sem hluti fréttatímans og virðist hafa verið klippt út. Ef hvarf þessa hluta fréttatímans skýrist af handvömm hjá tæknimönnum RÚV, þá hlýtur viðtalið að verða komið á sinn stað seinna í dag. Ef það gerist ekki verða menn að draga sjálfstæðar ályktanir.
Þeir sem hafa allt sitt vit frá RÚV, vita það kannski ekki, en hjartavöðvabólga í tengslum við covid-bóluefnin hefur verið raunverulegt vandamál, sjá t.d. þessa viðurkenningu CDC í Bandaríkjunum frá júní 2021. Af handahófi má auk þess nefna þessar fréttir hér, hér og hér. Eldri gerðir bóluefna höfðu ekki framkallað hjartavöðvabólgu og þegar tilkynningar fóru að berast um þetta, strax í janúar 2021, fóru yfirvöld og lyfjafyrirtæki að reyna að sópa þessu undir teppið. Varla er skyndilegt hvarf fyrrgreinds viðtals við hjartalækninn til marks um að RÚV taki þátt í slíkri þöggun? Þegar horft er til baka vekur athygli að samhliða því að fleiri og alvarlegri vísbendingar komu fram um tengsl milli covid-sprauta og hjartavöðvabólgu lækkuðu yfirvöld öryggiskröfur og leyfðu notkun þessara efna á sífellt yngri þjóðfélagshópa. Þrátt fyrir allt framangreint hafa íslensk heilbrigðisyfirvöld verið í afneitun og nú í ágústmánuði sl. kom fram í máli sóttvarnalæknis, Guðrúnar Aspelund, að hún ,,þekki ekki til rannsókna sem sýni fram á að ungt bólusett fólk þjáist af aukaverkunum eins og hjartavöðvabólgu í meira mæli en fólk sem sýktist af veirunni". Í ljósi alvarleika málsins ætti slík fáviska hjá manneskju sem gegnir ábyrgðar- og eftirlitshlutverki í þjónustu almennings að varða tafarlausum brottrekstri.
Skorað er á lesendur að setja þrýsting á RÚV þannig að draga megi viðtalið við hjartalækninn upp úr minnisholunni sem það virðist hafa verið sett í.
E.S. Minnishola er þýðing á hugtakinu memory hole, sem útskýrt er í skáldsögunni 1984, þar sem söguhetjan Winston Smith starfar við það í Sannleiksráðueytinu að láta óþægilegar fréttir hverfa.
Athugasemdir
Þessi frétt um 19 ára stelpu sem lamaðist eftir sprautu hvarf líka fyrir stuttu eftir að ég og Martha Ernstsdóttir skrifuðum grein í Mogga þar sem vísað var í þessa frétt Rúv. Innihaldið var þurrkað út en eftir nokkrar fyrirspurnir til Rúv var hún sett aftur inn og útskýring á hvarfi textans sett undir.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-08-15-a-taugadeild-landspitalans-degi-eftir-bolusetningu
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 16.10.2023 kl. 16:28
og rúv fréttin um hjartabólgur virðist komin aftur inn.
https://www.facebook.com/RUVfrettir/posts/783393160463372
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 16.10.2023 kl. 16:28
Þess má einnig geta að Rúv var á málþinginu á Grand 4. okt. með upptökuvél merkt Rúv. en engin frétt kom um málþingið eða því tengt, hvað eru þeir að gera við upptökuefnið ef það kemur ekki í fréttum?
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 16.10.2023 kl. 16:30
skil viðtalið sjálft hvarf, heyrði lokin af því í hádeginu .
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 16.10.2023 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.