Hugrakkur þingmaður mælir fram viðvörunarorð

Ef lesendur þekkja ekki nú þegar nafn enska þingmannsins Andrew Bridgen þá ættu þeir að leggja það á minnið, því hann er maður sem þorir að standa með eigin sannfæringu, kiknar ekki undan hópþrýstingi og lætur ekki stjórnast af útilokunartilburðum kollega sinna á enska þinginu.

Í síðustu viku hélt hann merka ræðu í þinghúsinu til varnar þingræðinu, sjálfsákvörðunarréttinum og fullveldinu. Inntak ræðunnar eru aðvörunarorð vegna nýrra og breyttra reglna WHO. Ég hvet alla þá 62 alþingismenn íslendinga, sem ekki gáfu sér tíma til að sitja Zoom-fund minn um þessi mál í síðustu viku, til að hlusta á ræðu Bridgen. Fyrir þá sem telja tíma sínum betur varið í annað, svo sem að ferðast yfir landið til að klippa á borða, þá hvet ég menn til að lesa a.m.k. eftirfarandi málsgreinar úr niðurlagi ræðunnar, sem undirstrika að hér eru engin gamanmál á ferð: 

Lýðræðið sem við höfum tekið sem sjálfsögðum hlut alla ævi er nú í hættu, 
en því er ekki ógnað af innrásarherjum sem koma frá fjandsamlegum þjóðum.
Nei, lýðræði okkar er ógnað vegna sýnilegrar spillingar og rotnunar ríkisstofnana okkar,
sem leyfa þessari valdatöku að gerast. Þingmenn í þessum sal ættu aldrei að gleyma því að við
erum þjónar fólksins, ekki húsbændur þess, og þjónar ættu aldrei að svíkja húsbændur sína. Að mínu mati, hver sá sem styður þessar aðgerðir WHO
— ég neita að kalla eitt þeirra samkomulag, vegna þess að ég hef ekki samþykkt það,
og ekki heldur íbúar Norðvestur-Leicestershire; Reyndar held ég að meirihluti kjósenda minna
myndi aldrei samþykkja þennan gerning – og hver þingmaður sem myndi framselja þessi völd til
jafn tortryggilegrar stofnunar og WHO á ekki skilið sæti í þessum sal eða á öðru lýðræðislegu
löggafarþingi annars staðar í heiminum. Að lokum, að jafnvel íhuga að afhenda slíkt vald til stofnana af þessu tagi, sem snerta ekki bara
lýðræðisréttindi heldur mannréttindi hvers einasta karls, konu og barns í landi okkar,
án þjóðaratkvæðagreiðslu væri ávísun á stórslys. Menn hafa sagt að þetta myndi leiða til
einhverskonar alheimsstjórnar. Reyndar er það heldur verra;
það verður alheims einræði (e. one world dictatorship). Að skrifa undir þennan sáttmála og
binda okkur við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina án nokkurrar umræðu um hann, án atkvæðagreiðslu
um hann og án þess að leita álits almennings myndi láta ESB líta út fyrir að vera lýðræðisparadís
í samanburði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Eru þingmennirnir ekki 63?

Birgir Loftsson, 30.10.2023 kl. 09:52

2 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Sæll Birgir, jú vissulega eru þeir 63, en aðeins einn þeirra sat fundinn, þ.e. Bergþór Ólason. Aðrir ýmist svöruðu ekki eða mættu ekki. Visir.is og Morgunblaðið kusu að senda engan fulltrúa sinn á fundinn. 

Arnar Þór Jónsson, 30.10.2023 kl. 10:21

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Arnar, það er athyglisvert og takk fyrir að skýra málið. Ég bara trúði ekki að 62 þingmenn nenni ekki að taka þátt í lýðræðislegri umræðu. En haltu annars áfram með gott verk, ég er nánast sammála þér í öllum málum. Einn maður getur skipt sköpun eins og þú hefur sýnt. Það væri til dæmis algjör þögn un bókun 35 ef þú hefðir ekki komið til sögunnar. Og frábært að þú sért að vekja athygli á vöntun gilda (hugsjóna ef menn kjósa það hugtak) í íslenskum stjórnmálum. Áfram með gott verk, það er tekið eftir orðum þínum alls staðar í þjóðfélaginu! Svona að gamni og til samanburðar er Nigel Farage dæmi um mann sem breytti sögunni með framgöngu sinni í BREXIT málinu. 

Birgir Loftsson, 30.10.2023 kl. 12:04

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek algjörlega undir athugasemd Birgis.

Það er ansi stór orðin þögli meirihlutinn sem er búin að fá algjörlega

nóg af flestu þessu fólki á þingi, sem svíkur þingmannaeiðinn daglega og

hlær og flissar eins og fábjánar þegar stjórnarskráinn er brotinn trekk í trekk.

Sjálfstæðisflokkurinn með BB sem formann er gjörsamlega í rústum eftir hans formannstíð og

þörf á nýjum flokk sem virðir grasrótina og íslenska hagsmuni, því eins og flokkurinn

er í dag, stendur hann ekki fyrir neinu.

Ansi margir hafa sagt mér að ef flokkur með þig í forsvari væri til, þá er nokkuð víst

að sá flokkur myndi sópa til sín atkvæðum, mitt þar á meðal.

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.10.2023 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband