Það sem ekki er byggt á traustum grunni mun hrynja

Hér er upptaka af samtali mínu við Mark Crispin Miller, prófessor við New York háskólann (NYU). Upptakan er perla sem ég hef ekki viljað henda fyrir svín og því hef ég beðið í rúmlega 1 ár með að birta hana, en nú finn ég að vindarnir eru að snúast og að fólk sé nú loks móttækilegra fyrir frjálsri umræðu um atriði á borð við þau sem hér greinir:   

Síðustu ár höfum við búið við stöðugan áróður, þar sem 5 fjölþjóðleg risafyrirtæki stýra 90% af því sem við sjáum og heyrum í fjölmiðlum. Á sama tíma hafa vísindin umbreyst í kreddu sem ekki má draga í efa. Grafið hefur verið undan lýðræðislegum stjórnarháttum með skerðingum á málfrelsi og með stöðugt meiri inngripum yfirþjóðlegra stofnanna í innri málefni manna og þjóða. Í rúmlega 200 ár hefur stjórnarfar á Vesturlöndum beinst í þá átt að veita mönnum frelsi til að efast og verja svigrúm borgaranna til að tjá efasemdir sínar. Undir forystu vinstri manna hefur þessu verið snúið á hvolf og lögð áhersla á að alls ekki megi efast um hina opinberu frásögn (e. official narrative). Til að berja niður umræðu hafa efasemdamenn verið stimplaðir sem ,,samsæriskenningasmiðir". Sprautulyf gegn Covid-19 voru sett á stall og þau mátti ekki gagnrýna, að viðlagðri útskúfun úr fagstéttum lækna, blaðamanna, stjórnmálamanna, lögfræðinga o.fl. Fórnarkostnaðurinn mælist í skaða á faglegum heilindum og samfélagslegu trausti til þessara stétta. Áróðursvélar möluðu allan sólarhringinn með það aðalmarkmið að koma i veg fyrir rökrænt samtal. Skilaboðin voru einföld: Treystið og hlýðið! Samfélagsmiðlar voru notaðir sem hátalarar og almenningur útvarpaði áróðrinum hugsunarlaust til annarra. Í heimi þar sem ekki má efast um áróður getur lýðræði ekki þrifist. En þótt sagan sýni að lygar og ósannindi geti sigrað margar fyrstu orrusturnar þá er sagan líka til marks um að þegar lygarnar verða of stórar, illskan of greinileg og fórnarkostnaðurinn of mikill þá getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir að ósannindin afhjúpist í dagsljósinu. Sannleikurinn mun sigra og menn munu hrinda af sér þeirri valdaránstilraun sem nú er yfirvofandi. Eins og í Sovétríkjunum sálugu mun allt hrynja sem stendur á ótraustum grunni - og þegar það gerist þá mun það gerast hratt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samtali okkar Mark Crispin Miller. Þarna er ýmislegt sagt sem hvorki ég né hlustendur þurfum að vera sammála, en þetta er frjálst samtal sem enginn skaðast af því að heyra.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já við skynjum að vindarnir eru líknandi og snerta þá sem trúa og snúast til trúar. þessi 13/14 ár frá því fjandmenn Íslands ætluðu Sjálfstæðismönnum norður og niður,en tóku þá upp á því að freista þeirra eins og þekkt er í Biblíusögunum. Við það situr; en á meðan rísa þeir öflugu upp sem vinna með sannleikanum sem þjóðartrú okkar boðar og vitum að með henni náum við Íslandi aftur...... var miklu lengra en nú er ég búin og þykir nóg. Takk fyrir Arnar Þór. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2023 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband