1.11.2023 | 12:10
Járnhlekkirnir færast nær og nær
Sagt er að þegar spænsku landvinningamennirnir komu til mið- og suður-Ameríku á 16. öld hafi heimamenn látið eins og þeir sæju ekki skipin þar sem þau lágu upp við landsteinana. Úr skipunum hafi Spánverjar fylgst með heimafólki spássera um án þess að svo mikið sem líta í átt til þessara furðuverka sem skipin sannarlega hlutu að vera í þeirra augum. Fyrst þegar léttabátum var skotið í land með vopnuðum mönnum hafi fólk veitt þeim beina eftirtekt, en án nokkurrar skipulagðrar varnar.
Vísbendingar eru um að nútímamenn séu í sambærilegri afneitun gagnvart þeirri uggvænlegu þróun sem greina má á sviði alþjóðastjórnmála og innlendrar lagasetningar. Í kófinu fengum við forsmekkinn að því sem koma skal í formi aðgangsstýringa, rafræns eftirlits, eftirlits- og þvingunaraðgerðum lögreglu, skerðingum á því sem þó átti að heita stjórnarskrárvarin mannréttindi (svo sem funda-, ferða og atvinnufrelsi). Ef fólk ímyndar sér enn að þetta hafi verið einangrað tilfelli sem ekki verði endurtekið, þá mæli ég með að þeir hinir sömu kynni sér þau lagafrumvörp sem nú eru í pípunum og finna má á samráðsgáttinni:
- Frumvarp til sóttvarnalaga sem hefur að geyma ráðagerðir um meiriháttar stjórnvaldsinngrip og skerðingu á sjálfsákvörðunarrétti, m.a.s. um eigin líkama
- Frumvarp til breytinga á lögreglulögum sem mælir fyrir um auknar heimildir lögreglu til inngripa, m.a. um forvirkar eftirlitsheimildir án skýrra takmarkana.
Að auki ber að vekja athygli á fleiri viðvörunarljósum:
- Seðlabanki Íslands heldur áfram vinnu sinni á sviði rafeyris, en sérhvert skref í þá átt ætti að vekja umræður um persónufrelsi og þá valdbeitingarmöguleika sem rafeyrir opnar stjórnvöldum
- Rafræn auðkenning og rafræn skilríki ættu sömuleiðis að vera sjálfstæð ástæða til umræðu um hvar mennskan á sér skjól í stafrænum heimi.
- Áherslur ríkisstofnana og stjórnmálaflokka sem sóttar eru til Sameinuðu Þjóðanna og svonefndrar Agenda 2023, sem sveitarfélög og embættismenn virðast starfa grímulaust eftir, sbr. t.d. barmmerkið sem skartað er á mynd sem fylgir þessari frétt hér.
- Sóttvarnareglur WHO sem nú eru í farvatninu og veita WHO nánast einræðisvald yfir öllum aðildarþjóðum þegar næsti heimsfaraldur brestur á, með því að ákvarðanir WHO verða bindandi (ekki ráðgefandi) án þess að þjóðríkin hafi synjunarheimild eða vald til að kalla eftir endurskoðun.
Stjórnvöld færa járnhlekkina sífellt nær og það glamrar stöðugt hærra í þeim. En eins og frumbyggjarnir forðum neitar stærstur hluti almennings að líta upp og horfast í augu við stöðuna.
Athugasemdir
Frægur Kani sagði þetta fyrir löngu;
"Tré frelsisins þarf að vökva reglulega með blóði ættjarðarsinna og harðstjóra."
Skúli Jakobsson, 1.11.2023 kl. 20:16
Þið sjáið um það gáfnaljósin, Skúli og Arnar, að vökva arfa vænisýkinnar reglulega með þvaðri fábjána.
Hver sem er (IP-tala skráð) 1.11.2023 kl. 21:02
Hver sem er gæti verið málefnalegri. Ég vona að honum líði betur á morgun.
Arnar Þór Jónsson, 2.11.2023 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.