Traust byggir á því að menn svari til ábyrgðar

Til grundvallar öllu okkar daglega lífi liggur sú grundvallarforsenda að við getum borið traust til annars fólks, til fagstétta og til þeirra stofnana sem kostaðar eru úr okkar eigin vasa. Á þessum grunni tökum við okkur far með ókunnum leigubílstjóra, pöntum mat á nýjum veitingastað og greiðum skatta í trausti þess að þeir fjármunir verði nýttir á ábyrgan hátt.

Næstsíðasta orðið í fyrri setningu er hornsteinn trausts: Ábyrgð. Í heilbrigðu samfélagi svara menn til ábyrgðar fyrir orð sín og verk. Vaxandi vantraust til ríkisstofnana, sem mælt hefur verið reglulega í mörg ár, kann að skýrast (að hluta til) af því að við höfum búið til stjórnkerfi þar sem menn fara með vald án ábyrgðar. Mögulega varpar þetta ljósi á það hvernig grundvallarstofnanir ríkisins virðast, á síðustu árum, hafa snúist frá því að verja grunngildi samfélagsins yfir í að ráðast að þeim. Sérstaklega er hér verið að vísa til áranna 2020 til dags dato. Hinn Vestræni heimur virðist vera að umbreytast, án skýringa og án umræðu, úr því að vera yfirlýst vígi lýðræðis, mannréttinda og velsæmis yfir í að vegsama stjórnlyndi, ofríki, siðleysi, stríð, útilokun, hatur og sjálftöku.

íslenskt samfélag - og hinn vestræni heimur - þarf að endurvekja siðfræðilega umræðu um ábyrgð fagstétta, ábyrgð valdamanna og samfélagslegt traust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband