Undirstöður sem hvorki eldgos né brennuvargar geta eyðilagt

Áhugamenn um stjórnmál og samfélagsrýni gætu haft áhuga á að lesa yfir meðfylgjandi texta sem sagt er að fundist hafi meðal niðurrifsmanna í Þýskalandi árið 1919. New York Times birti grein um skjalið árið 1970 og færði rök fyrir að það væri mögulega falsað, en 53 árum síðar er ekki annað að sjá en að niðurrifsöflin hafi staðfastlega unnið á grunni þess, bæði fyrr og síðar,  m.a. með því að færa athygli almennings frá athöfnum stjórnvalda en beina þess í stað sjónum fólks að smælki og aukaatriðum.dusseldorf 1919

Við lifum í samfélagi sem verðlaunar menn fyrir að segja ósatt en refsar þeim sem leitast við að segja satt. Við lifum á tímum þar sem engu er hlíft og ekkert er heilagt. En frammi fyrir ljótleika og lygi, frammi fyrir þeim sem vilja bera eld að öllu því sem borið hefur uppi siðmenningu Vesturlanda, má minna á að allt það sem telja má gott, satt og fagurt, stendur á stoðum sem eru óhagganlegar. Þetta eru stoðir sem standa af sér alla jarðskjálfta, eldgos, brennuvarga og hryðjuverkamenn. Þessar stoðir eru hinar klassísku dyggðir sem birtast um leið og óhreinindunum er sópað frá og rykið dustað af þeim, öllum til skoðunar og eftirbreytni. Þær eru viska, hófsemi, hugrekki, réttlæti, trú, von og kærleikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband