Hinn almenni borgari veit sínu viti

Með hverjum deginum færist ég nær þeirri niðurstöðu að almenningur hafi næmari skilning á undirstöðum stjórnmálanna en atvinnustjórnmálamennirnir og fræðimennirnir. Eða hvernig er annars hægt að skilja þá háskalegu og varhugaverðu vegferð sem ,,sérfræðingarnir" (embættismenn, þingmenn, ráðherrar) hafa beint stjórnmálunum á með því að leggja drög að valdframsali til erlendra stofnana og óþekktra embættismanna, sbr. frumvarp um bókun 35 og frumvarp til nýrra sóttvarnalaga þar sem til stendur að framselja íslenskt ríkisvald í hendur ESB annars vegar og WHO hins vegar. Þetta eru ekki aðeins háskalegar fyrirætlanir heldur eru þær samdar í algjöru umboðsleysi, enda heimilar stjórnarskrá lýðveldisins ekki slíkt valdaframsal. 

Frammi fyrir þessu ber að minna háttvirta þingmenn og hæstvirta ráðherra á að þetta vald sem nú stendur til að framselja tilheyrir ekki ráðamönnum heldur þjóðinni sjálfri

Frjálst og sjálfstætt lýðveldi var stofnað 1944 til að verja hagsmuni borgaranna. Slík hagsmunagæsla verður að vera í höndum manna sem svara til ábyrgðar gagnvart almenningi

Stjórn ríkisins hvílir á stjórnarskrá lýðveldisins og lýtur þeim lögmálum sem þar má finna. Stjórn Íslands á m.ö.o. ekki að ráðast af geðþótta valdhafa

Til að verja borgarana fyrir misbeitingu ríkisvalds skiptir stjórnarskráin valdinu í þrjá hluta: Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Sveitarfélög fara einnig með sjálfstætt vald á tilteknum sviðum. Hinn sanni valdhafi er þó á hverjum tíma hinn almenni borgari, sem hefur frelsi til orða og athafna, en axlar um leið ábyrgð á þessu frelsi sínu. Valdhafar starfa í umboði borgarans, en ekki öfugt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiginlega ætti að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Annað liggur ekki fyrir, finnst mér. Ríkisstjórnin og Alþingi eiga ekki að fá að ráða þessu ein og sér. Þjóðin verður að koma að málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2023 kl. 14:08

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er alþekkt staðreynd, að beinar og óbeinar mútugreiðslur tíðkast nú sem ætíð um heim allan og því örugglega ekki síður hér á Íslandi en annarstaðar.

Hvað ætli atkvæði íslensks þingmanns eða ráðherra inn á öruggan reikning í New York eða Shanghæ gæti t.a.m. kostað - spyr sá sem ekki veit?

Jónatan Karlsson, 4.11.2023 kl. 17:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

What happens to us when we are wronged so terribly? Materials i samstöðu um málið og kjósum um það. Þótt enskan sé góð þá er hún ekki ráðandi tungumál á landinu okkar. þð skal aldrei henda að WHO fái nokkru ráðið um okkar varnir í heilsumálum.Aldrei.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2023 kl. 02:20

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Sæll Arnar Þór.

Velti fyrir mér hvort þú hafir dæmi um afsal sjálfstæðis sem geta stutt við þessar fullyrðingar þínar.

Tryggvi L. Skjaldarson, 6.11.2023 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband