Járn brýnir járn, maður brýnir mann.

Sem unglingur las ég bandaríska stjórnskipunarsögu í Denver Lutheran High School Frelsisbjallanhjá minnisstæðum kennara, Dr. Lyle Schaefer. Rúmlega 30 árum síðar gafst mér tækifæri til að fara á söguslóðir og sjá hvar höfundar stjórnarskrárinnar lögðu grunninn að þeirri hugsun sem mótað hefur vestræna stjórnskipun allar götur síðan. Í þessari sögu liggja þræðir sem mótað hafa hugsun mína og skrif til þessa dags, þar á meðal um nauðsyn þess að staðinn sé þéttur vörður um tjáningarfrelsið sem er undirstaða alls annars frelsis. 

Tjáningarfrelsið var umræðuefnið í þessu viðtali í Bítinu í gærmorgun.

Enginn maður, enginn flokkur, engin ríkisstjórn hefur leyfi til að taka frá okkur þennan kjarna mennskunnar, þ.e. hugsun okkar og tjáningu. Með allt framangreint í huga skrifaði ég tvær greinar á heimleiðinni, sem eru í raun ein samhangandi heild. Sú fyrri birtist í Morgunblaðinu í gær (smellið til að stækka / lesa). Sú seinni birtist væntanlega á morgun eða um helgina. mbl081123 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tjáningarfrelsinu í Þýskalandi hefur verið nokkur takmörk sett allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar 1945. Ekki er leyfilegt að syngja nasistasöngva, veifa hakakrossfánum eða vera með andgyðinglegan áróður á almannafæri. Nú búa milljónir múslima í þÝskalandi og þyrpist fjöldi þeirra nú út á stræti og torg með stríðsfána sína og æpa slagorð gegn Ísraelsríki og kröfu um þýskt Kalifat. Vita stjórnvöld varla sitt rjúkndi ráð.

Ef ég man rétt þá mun Jósep Göbbels hafa sagt eitthvað á þessa leið: "Við munum taka völdin með þeirra vopnum".

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.11.2023 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband