12.11.2023 | 10:57
Gamaldags stjórnarfar í nýjum búningi
Þegar talað er við eldra fólk, sem man tímana tvenna, þá er iðulega rifjað upp hvernig íslenska ríkið ráðskaðist með daglegt líf landsmanna með skömmtunarseðlum, leyfisveitingum (til vildarvina), innflutningshöftum o.fl. Forræðishyggja lifði góðu lífi í skjóli innlends embættisveldis.
Með auknu frelsi í viðskiptum losnaði um heljartök ríkisvædds pólitísks valds. Ég vil ekki gera lítið úr þætti EES í því samhengi. Að því sögðu verður ekki horft fram hjá því að gagnaðili okkar í EES hefur stökkbreyst í átt til sambamdsríkis sem sÿnir æ meiri ráðstjórnartilburði með valdaásælni, valdboði, miðstýringu, útþenslustefnu, inngripum, álögum og ólýðræðislegu stjórnarfari.
Í stað þess að auka viðskiptafrelsi er nú lögð áhersla á helsi: Íslenskir embættismenn og kjörnir fulltrúar okkar leggja nú kapp á að innleiða gamaldags forsjárhyggjukerfi þar sem erlent miðstýringarvald á að koma í stað hins innlenda, sem áður var lýst. Að gömlum sið skal okkur nú gert að lúta fyrirskipunum frá Brussel um margvisleg höft, s.s. um eldsneytisnotkun, rafmagnsnotknun, kjötneyslu, búrekstur, orðaval o.fl.
Í samanburði var þá gamla kerfið skömminni skárra því við gátum þó talað við valdamennina og kosið þá burt ef með þurfti. Í nýja kerfinu eru Íslendingum ekki ætlaðir neinir slíkir möguleikar til lýðræðislegs aðhalds.
Þessa nýju haftastefnu verður að stöðva ef ekki á illa að fara.
Athugasemdir
Yfirvöld, sem hafa alltof mörg andlit með mismunandi titla, hika ekki við að keyra fólk í gjaldþrot og gera heimilislaust.
Dæmi:
Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ - Vísir (visir.is)
Geir Ágústsson, 12.11.2023 kl. 16:00
Allt er þetta afar umhugsunarvert. Kristófer og Eiríkur skrifa
um dóminn í Noregi og tónninn í því er ekki alveg ólíkur því sem
hér er réttilega sagt, þótt ekki sé hann eins skær, eins og gefur að
skilja.
https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2296328/
Heimssýn, 13.11.2023 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.