Fréttaflutningur til sölu!

Öllum sem fylgjast með ,,fréttaflutningi" RÚV má vera fyllilega ljóst að þar er ekki gætt hlutleysis. Öll þáttagerð og framsetning ber vott um hugmyndafræðilega og pólitíska slagsíðu, sem er ekkert gamanmál í ljósi þeirrar hlutleysisskyldu sem stofnunin ber.

Þeir sem fylgjast með erlendum fréttaveitum hafa árum saman getað séð bein og augljós áhrif tveggja breskra fréttaveitna á RÚV, þ.e. BBC og Guardian. Til að allrar sanngirni sé gætt vill síðuhafi geta þess að áhrif síðastnefndra tveggja fjölmiðla birtast einnig daglega á vefútgáfu Morgunblaðsins, mbl.is, sem ekki virðist lúta sama ritstjórnaraga og blaðið sjálft og notar, af óútskýrðum ástæðum, Guardian ítrekað sem aðalheimild, fremur en blöð / fréttaveitur sem aðhyllast borgaraleg gildi.

Ritstjórar, fréttastjórar, blaðamenn og dagskrárgerðarmenn á íslenskum miðlum sem allt of lengi hafa gleypt hrátt það sem kemur frá BBC og Guardian ættu að staldra við og kynna sér vandlega þessa risafrétt, sem birt er á Daily Sceptic í dag um himinháa peningastyrki Bill Gates til fjölmiðla, þar sem BBC og Guardian fá skammarverðlaunin sem hæstu styrkþegar. Fréttin byggir á ítarlegri skýrslu frá Pile sem sjá má hér og ber heitið "Clean Air", Dirty Money, Filthy Politics.

Í ljósi samræmds og einhliða fréttaflutnings síðustu ára, m.a. að mRNA lyfin séu örugg og árangursrík (e. safe and effective); að Covid-19 hafi verið stórhættuleg drepsótt; um réttmæti þess að sprauta börn með lyfjum sem tefldu heilsu þeirra í meiri hættu en C19; um orsakir loftslagsbreytinga; að jörðin sjóði; um einhliða frásagnir af stríðsatökum, þá geta lesendur vonandi séð fréttaflutning RÚV í skýrara ljósi. Þegar hulunni er svipt frá því hvernig einn auðmaður eins og BG getur með peningum keypt sér áhrif yfir helstu fréttaveitum í þeim tilgangi að hafa áhrif á skoðanamyndun almennings, t.d. með því að breiða út hræðsluáróður, rægja andstæðinga og birta einhliða umfjöllun um mikilvægustu mál, þá ætti almenningur að lesa fréttir þaðan með varúðargleraugum og leita sér upplýsinga víðar til að geta betur greint heildarmynd þess sem um er að ræða.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Skilja fréttamenn RÚV ekkert annað erlent tungumál hedur en ensku?

Hörður Þormar, 16.11.2023 kl. 10:25

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Forsendan fyrir öllu þessu er misnotkun bandaríska peningakerfisins þar sem auðsöfnun fárra og endalaus stríðrekstur er knúin með fótalausu fé (e. fiat money).

Helgi Viðar Hilmarsson, 16.11.2023 kl. 10:51

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hvernig má það vera að hægt er að vera heltekinn af ættjarðarást og sjálfstæði og á sama tíma fylla þann hóp sem rakkar niður RÚV og reynir að koma þessum mikilvæga miðli okkar almennings fyrir kattarnef?

Tryggvi L. Skjaldarson, 17.11.2023 kl. 09:06

4 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Tryggvi L Skaldarson, vegna þess að RÚV vinnur gegn sjálfstæði Íslands. Um það mun ég fjalla í löngu máli síðar. 

Arnar Þór Jónsson, 17.11.2023 kl. 09:14

5 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Arnar Þór, trúir þú því að við séum betur sett án RÚV og bara með einkafjölmiðla til að stýra allri umræðu? 

Tryggvi L. Skjaldarson, 18.11.2023 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband