19.11.2023 | 18:25
Þá og nú.
Í Vestmannaeyjagosinu 1973 vaknaði fólk við að það var farið að gjósa í eynni, en allir voru rólegir og lögreglan rak ekki fólk út af heimilum sínum með offorsi á 95 sekúndum eins og gerðist í Grindavík árið 2023. Þegar amma var vakin með fréttum af gosinu, spurði hún hvort hún gæti ekki samt fengið að sofa aðeins lengur. Síðar um nóttina bakaði hún pönnukökur og fólk drakk kaffi í rólegheitum áður en gengið var niður að höfn. Þá höfðum við engan Víði og enga sérfræðinga sem vildu stjórna með kristalskúlur sem áttavita. 1973 leyfðist fólki að sýna æðruleysi í verki, mátti taka ábyrgð á sjálfu sér og pólitískar ákvarðanir voru í höndum stjórnmálamanna, ekki sérfræðinga á fagsviði þar sem tíminn er svo óræð stærð að þúsund ár geta verið sem einn dagur.
Ég hlakka til þess dags þegar Íslendingar fara að andmæla sjálfvitum á vegum Almannavarna, sem vilja ráða því hvenær fólk fær að vitja um eignir sínar og hvernig við megum nýta híbýli okkar. Áður en langt um liður munu Íslendingar horfa raunsæjum augum á geðveikina sem tók völdin hérlendis árið 2021. Einhvern tímann munu menn geta hlegið að ruglinu og óvitrænni hjarðhegðun eins og þegar almenningur hamstraði klósettpappír í stað nauðsynja.
Athugasemdir
Yndisleg hugleiðing.
Í dag er það helst í fréttum að það er ekkert gos á Íslandi en 4000 manns á vergangi með plastpoka fullum af fötum, og á þó fullbúin heimili á bak við varnarmúr lögreglu.
Geir Ágústsson, 19.11.2023 kl. 19:20
Kæri vinur, Geir Ágústsson, takk fyrir athugasemdina. Ríkisstjórn okkar hér á klakanum er orðin einhvers konar hamfarastjórn. Hún öðlaðist (óverðskuldaðar) vinsældir með aðgerðum sínum í kófinu. Nú framlengir hún eigið dauðastríð með fumkenndum aðgerðum gegn eldgosi sem, því miður fyrir hana, lætur ekki á sér kræla. Þessu valdafylleríi stjórnvalda verður að linna. Þetta er eins og að vera með yfirgangssaman fylliraft á heimilinu. Íslendingar þurfa að taka sig saman í andlitinu, herða sit upp og st0ðva partýið, enda eru veisluhöldin öll og bramboltið á okkar kostnað.
Arnar Þór Jónsson, 19.11.2023 kl. 20:51
... herða sig upp ...
Arnar Þór Jónsson, 19.11.2023 kl. 20:52
Íbúar Vestmannaeyja sýndu æðruleysi en drifu sig niður á bryggju því bátaflotinn var í landi vegna veðurs. Voru íbúar fluttir á met hraða uppá fastalandið. Held að það hafi ekki verið algengt að slegið hafi verið í pönnukökur og slappað af.
Tryggvi L. Skjaldarson, 20.11.2023 kl. 09:06
Snilldar pistill og athugasemdir og svo satt og rétt.
Hættið að hlýða Víði og farið að vera þið sjálf.
Þessi geðveiki er kominn út fyrir allt velsæmi og þessi ríkisstjórn
þarf að víkja hið fyrsta.
Sigurður Kristján Hjaltested, 20.11.2023 kl. 09:22
Hélt ég hefði lesið einhvers staðar að sumt fólk hefði sofið af sér rýminguna?
Það var enginn handtekinn og fluttur burt með valdi frá Grindavík
ekki frekar en enginn var neyddur í Covid bólusetningu í handjárnum
Grímur Kjartansson, 20.11.2023 kl. 14:14
Grímur Kjartansson, finnst þér við hæfi að draga línuna við beina valdbeitingu lögreglu og að allt annað sé þá í lagi? Hefurðu heyrt um lögmætisreglu, virðingu fyrir mannréttindum borgara, þ.m.t. eignarrétti? Hefurðu kynnt þér lagaleg sjónarmið um meðalhóf? Þetta keyrir að mínu viti fram yfir þau mörk sem við höfum hingað til talið að giltu í samskiptum ríkis og borgara.
Arnar Þór Jónsson, 20.11.2023 kl. 16:07
Ég get ekki séð að Almannavarnir séu að ganga lengra en lögin leyfa. Ertu að meina að lögin brjóti í bága við stjórnarskránna eða mannréttindasáttmála að þínu áliti?
2. Um hættustig er að ræða:
d. Ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða.
(https://island.is/reglugerdir/nr/0650-2009)
I. kafli. Almenn ákvæði.
[2. gr. b. Hættustund.
Hættustund samkvæmt lögum þessum hefst þegar hættustigi eða neyðarstigi almannavarna er lýst yfir og lýkur þegar hættustigi eða neyðarstigi er aflýst. Á hættustundu virkjast valdheimildir sem kveðið er á um í VII. og VIII. kafla.]
VIII. kafli. Valdheimildir á hættustundu.
23. gr. Almenn fyrirmæli á hættustundu.
Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk.
Fyrirmælum þessum er öllum skylt að hlíta.
24. gr. Flutningur fólks af hættusvæðum.
Ríkislögreglustjóri gefur fyrirmæli um brottflutning fólks af hættusvæði.
Nú eru fyrirmæli gefin skv. 1. mgr. og er þá öllum skylt að halda brott á þeirri stundu, á þann hátt og til þess móttökustaðar sem ákveðinn er. Engum er heimilt án sérstaks leyfis að fara af móttökustað.
(https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008082.html)
Grímur (IP-tala skráð) 20.11.2023 kl. 19:33
Sæll Grímur. Í réttarríki er grundvallarviðmið að yfirvöld virði stjórnarskrárákvæði og gangi ekki í berhögg við mannréttindi borgaranna með fyrirmælum, nema við sérstakar aðstæður og þá að virtum sjónarmiðum um meðalhóf, lögmæti o.fl. Í þessu felst t.d. að ákvæði eins og þú ert að vísa til verður að túlka þröngt, þ.e. valdheimildir yfirvalda á að túlka þröngt þannig að virt séu grundvallarviðmið. Þar vísa ég helst til þess að helgasta skylda yfirvalda er að verja frelsi borgaranna, ekki skerða það. En ef þú ert sami valdbeitingarsinninn í dag og fyrri athugasemdir þínar benda til, þá þýðir kannski lítið að ræða um það við þig.
Arnar Þór Jónsson, 20.11.2023 kl. 20:10
Valdbeitingarsinninn?! Þýðir lítið að tala við mig? Nú þætti mér vænt um að fá að vita hvað ég hef skrifað til að verðskulda þetta uppnefni og þennan dónaskap.
En ertu s.s. á því að skylda yfirvalda til að verja frelsi borgaranna trompi skylduna til að verja líf þeirra og heilsu eða er ég að misskilja þig?
Grímur (IP-tala skráð) 20.11.2023 kl. 20:54
Ég þakka Grími fyrir allskyns tilvísanir í lög sem framlengir vald ríkisins til allskyns embætta sem geta fengið allskyns hugdettur.
Þetta fær mig til að endurtaka ákveðna hugsun: Að flest okkar lög séu einfaldlega verk mannanna og gölluð að því leyti eins og önnur verk mannanna. Þeim þarf greinilega að breyta þegar kemur að því að þvinga fólk frá heimilum sínum (að læsa það inni á þeim), sem að þessu sinni var greinilega tilefnislaust, eins og staðan er núna.
Geir Ágústsson, 20.11.2023 kl. 21:43
Grímur, ég dró þá ályktun af orðum þínum hér á þessu bloggi fyrr í morgun, þar sem þú vildir verja ógeðfelldustu ritstjórnargrein í lýðveldissögunni og mæra þríeykið fyrir að hafa ekki gengið lengra en þau gerðu. En þetta er með fyrirvara um að ég veit ekkert um manninn á bak við nafnið. Þú værir trúverðugri ef þú kæmir fram undir eigin nafni / fullu nafni.
Arnar Þór Jónsson, 20.11.2023 kl. 22:02
Orðrétt skrifaði ég um ritstjórnargreinina í morgun: "Mér sýnist að þessi grein sé alveg innan eðlilegs ramma tjáningarfrelsisins þó ég sé ekki sammála henni..." Þetta er kannski vörn að því leiti að ég sé að verja frelsi fólks til að setja fram skoðanir sem öðrum kunni að þykja ógeðfeldar en ég er alla vega ekki að lýsa stuðningi við innihaldið.
Skil ég ekki rétt að við séum sammála um að minni valdbeiting sé betri? Við ættum þá að vera sammála um að þríeykið hafi gert vel þegar þau völdu leiðir sem voru minna íþyngjandi, t.d. slóu þau hugmyndirnar í ritstjórnargreininni út af borðinu. Eða ertu að meina eitthvað annað?
Það var tekinn saman vísitala um hversu íþyngjandi sóttvarnaraðgerðir voru í hverju landi fyrir sig á meðan Covid gekk yfir, OxCGRT. Ein leið til að bera saman lönd með þessum index er að telja daga sem eitt land skoraði hærra en annað. Dagarnir sem Ísland var með lægri vísitölu en t.d. Svíþjóð voru fleiri en dagarnir sem Svíþjóð var lægri en Ísland. Það var til þess tekið hversu stutt Svíar gengu í íþyngjandi aðgerðum en við gengum sem sagt styttra.
Það má vel segja að þau hafi bara verið opinberir starfsmenn að vinna vinnuna sína en þau gerðu það vel, ég fer ekki ofan af því.
(Ég er bara nóboddí og við höfum aldrei hist, þannig að þú græðir svo sem ekkert á að ég bæti föðurnafninu við. https://www.linkedin.com/in/grimursaemundsson/)
Grímur (IP-tala skráð) 20.11.2023 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.