Almenningur verður að setja siðspilltu ríkisvaldi skýr mörk

Fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins í dag er svohljóðandi: ,,Atvinnulífið greiðir meira í skatt og stjórnvöld útdeila styrkjum og greiðslum". Í fréttinni segir orðrétt: 

Heiðrún Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, seg­ir fjár­mála­geir­ann vera þá at­vinnu­grein sem skil­ar hæstu hlut­falli tekju­skatts lögaðila, og það þrátt fyr­ir að þar starfi aðeins 4% allra launþega á al­menn­um vinnu­markaði. Greiddu fjár­mála- og vá­trygg­ing­ar­fyr­ir­tæki alls um 50 millj­arða króna í beina skatta á síðasta ári.

Skafti Harðar­son, hjá Sam­tök­um skatt­greiðenda, seg­ir skatt­greiðslur lögaðila fara hækk­andi og að stjórn­mála­menn virðist eiga erfitt með að skilja hvernig skatt­lagn­ing get­ur ým­ist hvatt til eða dregið úr verðmæta­sköp­un. Hann hef­ur áhyggj­ur af að í stað þess að lækka álög­ur á at­vinnu­lífið fari stjórn­völd æ oft­ar þá leið að út­deila styrkj­um, niður­greiðslum
og und­anþágum til starf­semi sem er stjórn­mála­stéttinni þóknanleg.

Um þetta væri hægt að hafa mörg orð um eignaréttinn sem grundvöll frjáls, borgaralegs samfélags og það virðingarleysi sem sitjandi vinstri stjórn sýnir vinnandi fólki hérlendis, um þá mismunun sem óhófleg skattheimta elur af sér, um ótrúlegt langlundargeð Íslendinga gagnvart ríkisvaldi sem hækkar skatta án umræðu vegna náttúruvár eftir að hafa látið greipar sópa um fjármuni sem safnað hafði verið til að bregðast við náttúruhamförum - og eytt þeim peningum m.a. í dýrar skrautveislur hérlendis. Hér væri hægt að skrifa langa skammarræðu um siðleysi þess að ,,herlaus" þjóð fjármagni vopnakaup til stríðsrekstrar í fjarlægum löndum og um glórulausan fjáraustur hins opinbera í trúarsamkomu þar sem fulltrúar Íslands lofa hærri greiðslum sem fjármagnaðar verða með meiri sköttum.   

En þegar unnt er að ná inntaki margra orða með einföldu myndmáli er best að hafa orðin sem fæst:

tveir heimar 

 

 


mbl.is Atvinnulífið greiðir meira í skatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband