4.12.2023 | 18:27
Almenningur verður að setja siðspilltu ríkisvaldi skýr mörk
Fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins í dag er svohljóðandi: ,,Atvinnulífið greiðir meira í skatt og stjórnvöld útdeila styrkjum og greiðslum". Í fréttinni segir orðrétt:
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir fjármálageirann vera þá atvinnugrein sem skilar hæstu hlutfalli tekjuskatts lögaðila, og það þrátt fyrir að þar starfi aðeins 4% allra launþega á almennum vinnumarkaði. Greiddu fjármála- og vátryggingarfyrirtæki alls um 50 milljarða króna í beina skatta á síðasta ári.
Skafti Harðarson, hjá Samtökum skattgreiðenda, segir skattgreiðslur lögaðila fara hækkandi og að stjórnmálamenn virðist eiga erfitt með að skilja hvernig skattlagning getur ýmist hvatt til eða dregið úr verðmætasköpun. Hann hefur áhyggjur af að í stað þess að lækka álögur á atvinnulífið fari stjórnvöld æ oftar þá leið að útdeila styrkjum, niðurgreiðslum
og undanþágum til starfsemi sem er stjórnmálastéttinni þóknanleg.
Um þetta væri hægt að hafa mörg orð um eignaréttinn sem grundvöll frjáls, borgaralegs samfélags og það virðingarleysi sem sitjandi vinstri stjórn sýnir vinnandi fólki hérlendis, um þá mismunun sem óhófleg skattheimta elur af sér, um ótrúlegt langlundargeð Íslendinga gagnvart ríkisvaldi sem hækkar skatta án umræðu vegna náttúruvár eftir að hafa látið greipar sópa um fjármuni sem safnað hafði verið til að bregðast við náttúruhamförum - og eytt þeim peningum m.a. í dýrar skrautveislur hérlendis. Hér væri hægt að skrifa langa skammarræðu um siðleysi þess að ,,herlaus" þjóð fjármagni vopnakaup til stríðsrekstrar í fjarlægum löndum og um glórulausan fjáraustur hins opinbera í trúarsamkomu þar sem fulltrúar Íslands lofa hærri greiðslum sem fjármagnaðar verða með meiri sköttum.
En þegar unnt er að ná inntaki margra orða með einföldu myndmáli er best að hafa orðin sem fæst:
Atvinnulífið greiðir meira í skatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.