Á krossgötum

Í lýðfrjálsu samfélagi stafar ríkisvaldið frá þjóðinni og ríkið er þjónn fólksins. Tilgangur ríkisins er ekki að úthluta réttindum heldur að vernda þau og tryggja. Meðfylgjandi grein, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, er rituð til að undirstrika þetta. mbl091223

Þar segir m.a.:

Við búum í raun orðið við einhvers konar stofnanaræði, þar sem stórum og smáum ákvörðunum er útvistað til skrifstofumanna í Brussel, Dúbaí og víðar, sem starfa undir áhrifum þrýstihópa, undir merkjum alþjóðlegra stofnana sem ekki bera hag Íslands sérstaklega fyrir brjósti. Yfir vötnum stjórnmálanna svífur nú stöðugt ágengari andi sameignarstefnu, sem leyfir að hagsmunum einstaklinga og þjóða sé fórnað til að „bæta hag heildarinnar“ (e. the greater good). Saga 20. aldar sýnir skýrlega hvílíkar hörmungar slík stefna getur leitt yfir einstaklinga og þjóðir. Með hverju árinu sem líður er verið að festa lýðveldið okkar í stöðugt þéttara neti alþjóðlegra sáttmála og alþjóðaskuldbindinga, sem í framkvæmd valda því að valdið verður stöðugt fjarlægara hinum almenna kjósanda. Þráðurinn milli valdsins og almennings er að slitna. Þetta er að gerast fyrir tilstilli ESB og SÞ, sem þvert gegn sögulegum, menningarlegum, trúarlegum og lagalegum hefðum byggja á því að valdið komi ofan frá og niður, m.ö.o. ekki að allt vald ríkisins stafi frá þjóðinni eins og lagt hefur verið til grundvallar í íslenskum stjórnskipunarrétti alla lýðveldissöguna og mótaði raunar afstöðu Íslandinga á þjóðveldisöld og sennilega lengst af í réttarsögu Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband