Skömmtunarstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Allir hugsandi menn verða að fletta Morgunblaðinu í dag. Þar er tvennt sem vekur sérstaka athygli:

  1. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands og „sendiherra velsældarverkefnis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar“ (WHO), er höfundur greinar sem birtist í Morgunblaðinu 11. desember undir yfirskriftinni „Baráttan fyrir mannréttindum í 75 ár“. Í greininni flaggar forsætisráðherra tveimur fánum, þ.e. annars vegar mannréttindaflaggi og hins vegar neyðarflaggi. Lesendur eru hvattir til að veita því athygli hvernig síðara flagginu er veifað með vísan til alls sem miður fer til að mála upp þá mynd að við búum í reynd við viðvarandi neyðarástand sem réttlæti stöðugt víðtækari aðgerðir yfirvalda. Almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart því að stjórnvöld noti slíkar yfirlýsingar eins og sauðargæru til að dulbúa valdbeitingarúlfinn sem Katrín Jakobsdóttir og aðrir valdboðssinnar vilja sleppa lausum gagnvart almenningi, m.a. undir merkjum yfirþjóðlegra stofnana. 
  2. Á forsíðu er sagt frá fyrirætlunum yfirvalda (lesist: fyrirætlunum Skömmtunarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur) um það að nýta sér eigið framtaksleysi til að réttlæta orkuskömmtun og valdbeitingu með vísan til heimatilbúins hættuástands. Reynslan sýnir að meðan kjósendur sitja þegjandi hjá mun framkoma stjórnvalda ekki breytast til batnaðar. Það er kominn tími til að íslenskur almenningur rísi á fætur og láti í sér heyra.

Um þetta mun ég skrifa lengri grein og birta síðar í vikunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband