Orwell og nútíminn

Íslenskir og erlendir stjórnmálamenn dásama lýðræðið í orði kveðnu en undir þeirra stjórn verður stjórnarfarið þó sífellt ólýðræðislegra, m.a. með afhendingu á valdi til erlendra stofnana. Lýðræðisleg ábyrgð er sömuleiðis orðið einhvers konar skrautyrði sem erfitt er að greina í framkvæmd. Forsætisráðherra Íslands, sem mjög er umhugað um mannréttindi, fundaði í gær með kollega sínum sem hefur innleitt ritskoðun, bannað stjórnmálaflokka og ítrekað frestað kosningum, allt í nafni neyðarástands, en forsætisráðherra Íslands verður sömuleiðis tíðrætt um það hugtak í ýmsu samhengi. 

Bók Orwells, 1984, er ekki upplífgandi lestur, en hún eykur mögulega skilning okkar á samtímanum, öfugt við glæpasögurnar sem haldið er stíft að íslenskum lesendum fyrir hátíð helguð er ljósi og friði.  

Á tímum valdboðs og stjórnlyndis er full ástæða til að minna á að mannréttindi eru meðfædd, mönnunum ásköpuð og verða ekki frá okkur tekin af stjórnmálamönnum sem veifa neyðarflaggi.

mbl141223

Meðfylgjandi grein, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, er skrifuð með þetta í huga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband