Rödd hjartans, rödd mennsku, rödd friðar og sátta, það er þín rödd. Notaðu hana.

Við Íslendingar, og sennilega allt mannkynið, þurfum að finna innri styrk til að þora að lifa innan frá og út, en ekki utan frá og inn. Í þessu felst nánar að hafa innri áttavita sem er virkur, áttavita sem gerir okkur kleift að greina rétt frá röngu, sannleika frá blekkingum, frelsi frá helsi. Í þessu felst að heyra þá rödd sem bærist í hjarta okkar, þá rödd sem segir okkur hver sé rétta leiðin, sem liggur til lífsins, en villast ekki inn á brautir sem leiða til glötunar. 

Þessa braut fetum við ekki ef við útilokum rödd samviskunnar, látum aðra um að hugsa fyrir okkur, bergmálum skoðanir annarra og lifum samkvæmt því sem aðrir fyrirskipa okkur. Ein frumforsendan fyrir því að þetta sé hægt í nútímasamfélagi er sú að við hættum að gleypa við froðunni sem fréttaveitur stærstu fjölmiðla heims og afþreyingariðnaðurinn sturta yfir okkur daglega. 

Þessi nýlega könnun bendir til þess að Bandaríkjamenn séu að vakna til endurnýjaðrar vitundar um gildi þess að loka fyrir ruslmiðlana og leita annarra leiða til að staðsetja sig í tilverunni, enda benda niðurstöður könnunarinnar til þess að traust þeirra á stóru fjölmiðlunum sé í frjálsu falli. Á sama tíma mælir íslenska Fjölmiðlanefndin með því að við trúum helst engu nema það komi frá stórum og rótgrónum fjölmiðlum

Hér er samantekt sem hjálpar mögulega einhverjum til að sjá atburði síðustu missera í skýrara ljósi. Ef þetta vekur einhvern til umhugsunar, þá er það vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband