Hver hefur eftirlit með snúningshurðum eftirlitsstofnana?

Hér er lýsing sem Íslendingar ættu að kannast vel við: Í kjölfar bankahrunsins 2008 var skrifuð hér mikil skýrsla af hálfu Rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem því var meðal annars lýst hvernig veltihurðar milli fjármálafyrirtækja og eftirlitsstofnana ríkisins urðu til þess að veikja síðarnefndu stofnanirnar því skapaður var freistnivandi fyrir ríkisstarfsmenn sem fólst í því að þeir eygðu möguleika á betur launuðu starfi innan fjármálageirans. 

Hafi menn ímyndað sér að slíkur vandi væri bundinn við eitt afmarkað svið eftirlitsiðnaðarins, þá mæli ég með því að þeir hinir sömu horfi / hlusti á þetta viðtal mitt við Mary Holland, forseta Children´s Health Defense, þar sem hún lýsir því m.a. hvernig eftirlitsstofnanir í Bandaríkjunum hafi í reynd verið yfirteknar af eigendum stórfyrirtækja. Nánar lýsir hún þessu svo að ástandið sé sérstaklega varhugavert á sviði heilbrigðis- og lyfjaeftirlits. Í viðtalinu er orðum nánar vikið að því hvernig lýðræðislegir stjórnarhættir hafa hopað fyrir skuggaöflum og hverjum eftirlitsstofnanir ríkisvaldsins þjóna í reynd, um skuggastjórnendur sem vilja vinna vinna myrkraverk sín utan kastljóssins og um það hverjum stjórnmálamenn okkar eru eiginlega að þjóna.  

Samtalið endar á jákvæðum nótum, því við trúum því að óheilindi, fals, lygi, valdboð og harðstjórn muni alltaf lúta í lægra haldi fyrir því sem er satt, fagurt og gott. En til að ljósið geti hrakið myrkrið á brott þurfum við opna og frjálsa umræðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband