26.12.2023 | 10:56
Tímalaust innsæi
Benjamín Franklin (1706-1790) var rithöfundur, vísindamaður, uppfinningamaður, stjórnmálamaður, sendiherra, prentari, útgefandi og pólitískur heimspekingur. Eftirfarandi tilvitnanir eru úr ágripi af ævisögu hans og standast vel tímans tönn:
- Viskan lokar aldrei dyrum sínum
- Bjór er lifandi sönnun þess að Guð elskar okkur og vill að við séum hamingjusöm
- Ef þú vilt ekki gleymast um leið og þú ert dauður og grafinn, skrifaðu þá eitthvað sem er þess virði að lesa eða gerðu eitthvað sem er þess virði að skrifa um
- Ekkert er til sem heitir gott stríð eða vondur friður
- Besta predikunin er gott fordæmi
- Án stöðugs vaxtar og framfara, hafa orð eins og umbætur, afrek og árangur enga merkingu
- Við fæðumst öll fávís, en það kostar mikla vinnu að vitkast ekki
- Vegna þess að hóffjöðrina vantaði tapaðist skeifan; vegna þess að skeifuna vantaði tapaðist hesturinn; vegna þess að hestinn vantaði týndist knapinn; hann var handsamaður og drepinn af óvininum, allt vegna þess að hann hirti ekki um eina hóffjöður sem vantaði.
- Menntaður þöngulhaus er verri en fávís þöngulhaus
- Hann var svo menntaður að hann gat sagt ,,hestur" á 9 tungumálum, en svo fávís að hann keypti sér kú til að ferðast á.
- Til hvers að vita hvað allt heitir, ef þú skilur ekki eðli þess sem þú þylur upp?
- Stolt sem nærist á hégóma, notar fyrirlitningu til vökvunar.
- Starfaðu eins og þú munir lifa í hundrað ár. Farðu með bænirnar eins og þú munir deyja á morgun.
- Ef tíminn er verðmætastur af öllu, þá hlýtur tímasóun að vera versta eyðslusemin.
- Iðni og þrautseigja sigra allt.
- Ekkert er hættulegra heilsunni en að hugsa of vel um hana.
- Óttastu að gera illt, og þú þarft ekki að óttast neitt annað.
- Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.
- Sá sem leggst niður með hundum, mun standa upp með flóm.
- Vitrir menn þurfa enga ráðgjöf, kjánar vilja ekki þiggja hana.
- Þeir sem samþykkja að gefa frá sér grundvallarfrelsi fyrir tímabundið öryggi, verðskulda hvorki frelsi né öryggi.
Athugasemdir
Einu sinni hafði Jakob soðið rétt nokkurn.
Kom þá Esaú af heiðum og var dauðþreyttur. Þá sagði Esaú við Jakob: Gef mér fljótt að eta hið rauða, þetta rauða þarna, því að ég er dauðþreyttur. Fyrir því nefndu menn hann Edóm.
En Jakob mælti: Seldu mér fyrst frumburðarrétt þinn. Og Esaú mælti: Ég er kominn í dauðann, hvað stoðar mig frumburðarréttur minn?
Og Jakob mælti: Vinn þú mér þá fyrst eið að því! Og hann vann honum eiðinn og seldi Jakob frumburðarrétt sinn.
En Jakob gaf Esaú brauð og baunarétt, og hann át og drakk og stóð upp og gekk burt.
Þannig lítilsvirti Esaú frumburðarrétt sinn. (1. Mós. 25:29-34).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 26.12.2023 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.