Hvora hliðina veljum við að sýna?

Á hverjum degi þurfum við að mæta sjálfum okkur og vega og meta hvort við viljum birta okkar góðu hliðar eða þær slæmu. Við geymum öll bæði ljós og myrkur. Geymum öll skugga og sár sem ekki hafa gróið. Enginn maður er tært ljós í gegn. Þjóðfélagið er ekki samsett af englum annars vegar og skúrkum hins vegar eins og dagleg umræða gefur iðulega til kynna. Landamæri góðs og ills liggja ekki utan við okkur sjálf, markalínan er innra með okkur sjálfum og rennur í gegnum hjarta sérhvers manns. 

Daglega þurfum við að velja hvernig samskipti við viljum eiga við fólk, þ.e. hvort við viljum vera elskuleg eða önug. Jesús sagði að meira máli skipti það sem fer út um munninn en það sem fer inn (Matt. 15:11).

Í öllum okkar samskiptum, hvort sem það er í ræðu eða riti, í raunheimum eða netheimum, höfum við val um hvernig við komum sjónarmiðum okkar á framfæri. Það er skylda okkar að sýna náunga okkar virðingu, óháð stétt eða stöðu. Þegar við tölum við börn beygjum við okkur niður til að tala ekki niður til þeirra, heldur horfa í augu þeirra á jöfnum grunni. 

Við getum verið ósammála um málefni, rætt kosti og galla alls þess sem við erum að fást við. Takmarkið hlýtur þó alltaf að vera það að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Til að það sé unnt þurfum við að þekkja þau gildi sem við viljum leggja til grundvallar og þær hugsjónir sem við viljum fylgja. 

Hvað vilja íslendingar? Hvaða gildi viljum við verja? Hvernig viljum við að sjálfsmynd okkar sem þjóðar birtist? Hvað er það sem sameinar okkur og gerir okkur heil? 

Vil höfum alltaf val um að sýna okkar betri hlið, láta stjórnast af okkar betri manni en ekki að láta sinn verri mann ná yfirhöndinni. Við getum valið að vera góðar fyrirmyndir, setja gott fordæmi með orðum okkar og gjörðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ég tek undir það sem þú skrifar hér Arnar Þór Jónsson, sömuleiðis flest af því sem komið hefur frá þér.

Við sem viljum ganga á Guðs vegum, eigum í baráttu, eins og þú segir réttilega. Andinn sem í okkur býr, okkar betri maður, vill gera það sem rétt er og gott afspurnar. En okkar fallna hold, verri maður, girnist gegn Andanum. Innra með okkur standa þau hvort gegn öðru.

Með átaki þurfum við því að velja hið góða sem við viljum gera og láta leiðast af Andanum.

Vilja og verk holdsins er best að loka inni í skáp og hleypa aldrei út.

Hér hafa margir bloggarar lýst yfir stuðningi við forsetaframboð þitt. Ég trúi því að þeir sem það geri leiðist af Andanum. Ég slæst því í hópinn.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.1.2024 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband