7.1.2024 | 08:38
Haninn hefur galað og hann kallar okkur til starfa
Með framboði mínu til forseta Íslands vil ég leiða tímabæra vitundarvakningu um þær miklu og alvarlegu umbreytingar sem eru að eiga sér stað, ekki aðeins í landsmálapólitík, heldur einnig á sviði alþjóðamála. Um þetta fjallaði ég í ræðu á blaðamannafundinum 3. janúar sl. og ræðuna í heild má sjá hér.
Með hverjum deginum sem líður sér fleira fólk ósamræmið milli þess sem yfirvöld, embættismenn og fjölmiðlamenn segja okkur að sé að gerast og þess raunveruleika sem blasir við. Yfirv0ld munu gera allt sem þau geta til að láta eins og allt lúti hefðbundnum viðmiðum og að meginreglur lýðræðislegs stjórnarfars séu enn í gildi, t.d. þannig að ráðamenn svari til ábyrgðar fyrir mistök, yfirsjónir og valdníðslu. Til að reyna að viðhalda þeirri mynd í hugum kjósenda standa menn upp úr ráðherrastólum til þess eins að setjast í annan slíkan stól nokkrum klukkustundum síðar ... eða þá standa alls ekki upp úr stólnum og vonast til að málið gleymist. Á bakvið tjöldin munu ráðandi öfl leggja allt kapp á að halda völdum og óbreyttri stöðu, sjálfum sér til verndar en almenningi til tjóns.
Það sem ég hélt að myndi gerast smám saman er að gerast mun hraðar en ég hélt. Fólk sem var steinsofandi fyrir 3 árum er glaðvaknað eins og þessi þekkti fjölmiðlamaður segir sjálfur frá hér, í einu merkilegasta viðtali sem ég hef horft á í langan tíma. Hver setning viðmælandans er svo þrungin merkingu að allir sem þetta sjá hljóta að sjá heiminn í skýrara ljósi. Þótt lýsingin sé skelfileg á köflum, þá mega allir sjá að hún er raunsæ. Haninn hefur galað og hver sem neitar að rumska eða kýs að afneita því sem hann heyrir bregst skyldum sínum við sjálfan sig og sannleikann.
Þegar nógu margir hafa fattað hvað er raunverulega að gerast, þá verða óhjákvæmilega vatnaskil. Þegar það gerist geta engin flokkseigendafélög, engar hagsmunagæsluklíkur, ekkert embættismannaveldi, engir ríkisforstjórar og ekki einu sinni meginstraumsfjölmiðlarnir lengur sópað hlutunum undir teppið, beint athyglinni annað eða falið þá mynd sem við blasir.
Vonandi verður þú, kæri lesandi, ekki með þeim síðustu til að vakna. Stígðu óttalaus inn í framtíðina og gakktu til liðs við alla þá sem eru tilbúnir til að hefjast handa við að dusta rykið af hornsteinum góðs samfélags, endurnýja stoðir lýðræðisins og endurnýja skuldbindingar okkar um að virða og verja frelsi hvers annars.
Athugasemdir
Snilldar pistill eins og svo alltaf.
Sem betur fer eru ansi margir að vakna en margir
ennþá hálf vankaðir eftir covid lýgina.
Sigurður Kristján Hjaltested, 7.1.2024 kl. 11:46
Forsetakosningarnar í júní 2024 munu fyrst og framst snúast um það hvort íslenska þjóðin vill sjá forseta á Bessastöðum sem skilur stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og sem hefur kjark til að sjá til þess að sjórnarskráin sé virt. Það er róið að því öllum árum að koma Íslandi undir yfirþjóðlegt vald. Þá þróun verðum við að stöðva með sameiginlegu átaki! Björgum Íslandi!
Júlíus Valsson, 7.1.2024 kl. 11:52
Ætli þú fáir ekki mögulega sérhagsmunafélagsmenn og þá sem vilja hafa óbreytt ástand sér til hagsbóta á móti þér. En vonandi mun "hinn þögli meirihluti" vakan og þeir sem eru ósáttir við núverandi ástand sem er óþolandi og ólýðandi að mínu mati kjósa þig. Þetta verður brött brekka en vonandi tekst þér þetta.
Sigurður I B Guðmundsson, 7.1.2024 kl. 15:00
Leiðrétting: Átti að vera vakna en ekki vakan.
Sigurður I B Guðmundsson, 7.1.2024 kl. 15:06
Verið algáð, VAKIÐ. Óvinur ykkar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim sem hann getur tortímt. Standið gegn honum stöðug í trúnni og vitið að bræður ykkar og systur[ um allan heim verða fyrir sömu þjáningum. (1. Pét. 5:8-9).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.1.2024 kl. 15:15
Mér sýnist að forsetakosningarnar muni snúast um það hvort íslenska lýðveldið eigi framtíð fyrir sér. Sótt er mjög hart að því að úthýsa sjálfstæði okkar og lýðveldi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.1.2024 kl. 18:18
Við stöndum frammi fyrir tveimur kostum, segir Mustafa Suleyman, stofnandi Deep Mind, í nýlegri bók sinni "The Coming Wave", annars vegar upplausn lýðræðissamfélaga og hins vegar valdboðssamfélagi. Til að hindra þetta er eina leiðin að standa vörð um og efla þjóðríkið.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.1.2024 kl. 23:37
Þeim er alltaf að fjölga sem sjá hvað er að gerast og einu sjáanlegu viðbrögðin, að mínu mati, eru að kjósa þig á Bessastaði.....
Jóhann Elíasson, 8.1.2024 kl. 03:35
Sammála. Ég ætla líka að kjósa Arnar Þór, og mun skrifa mig á meðmælendalista, þegar hann kemur fram.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2024 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.