Í lýðræðisríki treystum við dómgreind almennings

Áður en lagt er út í vegferð eins og þá sem ég er nú að hefja þurfa menn að búa sig undir alls konar skítkast, mótlæti, gagnrýni, baktal o.s.frv. Sem betur fer á ég góða ráðgjafa sem voru búnir að vara mig við því að fjölmiðlamenn (í skjóli nafnleyndar) myndu reyna að setja mitt framboð í flokk með því sem þeir kenna við trúðaframboð. Í dag birtist raunar nýr vinkill þegar Ólafur Þ. Harðarson, sem kallaður er í viðtöl sem fræðimaður á sviði kosninga, kallar mig popúlista fyrir að vilja valdefla fólk og fyrir að tala um það að beint lýðræði sé nauðvörn fólks þegar fulltrúalýðræðið er að bregðast

Hér er spurning til lesenda: Er hægt að nálgast álitaefni sem fræðimaður ef rannsakandinn hefur áður mótað sér skoðun og gefið sér niðurstöður eins og Ólafur virðist gera í viðtalinu sem vísað er til hér fyrir ofan? 

Hér vakna fleiri spurningar: Er sá sem sakar aðra um ,,popúlisma" á móti því að höfðað sé til ábyrgðar almennra kjósenda? Er það þá ,,popúliskt" að minna á að valdið komi frá þjóðinni en ekki frá kjörnum fulltrúum eða ókjörnum embættismönnum? Eða er markmið svona orðnotkunar kannski aðallega að koma höggi á þann sem um er rætt? 

Mér hefur verið bent á að inni á DV sé könnun í gangi - og hafi verið þar í u.þ.b. 2 sólarhringa - án þess að DV birti niðurstöðurnar. Þegar þetta er ritað er ég efstur á listanum með rúmlega 15% atkvæða en næsti maður með tæplega 13% og aðrir minna. Kannski telur DV betra að bíða með að loka könnunni til að þurfa ekki að birta frétt um hana núna? 

Getur verið að ,,frjálslyndir" fjölmiðlamenn séu í reynd ekki sérlega hrifnir af lýðræði og aðhyllist fremur valdboð að ofan? Eru kosningar í þeirra huga ógn við lýðræðið, eins og þessi fyrirsögn á Bloomberg gefur til kynna

Ég hef fulla trú á að Íslendingar hafi dómgreind til að vega og meta sjálfir hvern þeir vilji velja í embætti forseta íslenska lýðveldisins og sjái í gegnum þann spunavef sem fréttastofur, ,,fræðimenn" og ólýðræðislega þenkjandi sérfræðingar kunna að vilja nota til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga nk. vor.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Við Íslendingar þurfum fullveldissinna á Bessastaði.

Ólafur Ragnar Grímsson var slíkur forseti. Hann lét ekki leiðast af stjórnmálaelítunni sem fór gegn þjóðinni í Icesave málinu. Hann stöðvaði ólögin sem voru samþykkt á Alþingi varðandi það mál og skrifaði ekki undir þau, en lét þjóðina hafa síðast orðið.

Á undanförnum árum hafa stórir lagabálkarnir farið í gegnum Alþingi, sem hygla aðilum út í heimi á kostnað þjóðarinnar, án þess að sitjandi forseti hafi rönd við reist.

Arnar Þór Jónsson verður forseti, sem mun hafa kjark til stöðva ólög frá Alþingi sem fara gegn fólkinu í landinu, en láta þjóðaratkvæði ráða.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 8.1.2024 kl. 23:02

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Heill og sæll Arnar og verði árið þér og þjóðinni gæfuríkt.

Skrif Svarthöfða, sem þú vísar til eru frekar barnaleg, enda þorir viðkomandi ekki að rita undir eigin nafni. Þau skrif bera ekki merki um mikla þekkingu dulritarans á því sem hann skrifar um. Stefna ykkar Ástþór er skýr, en innihaldið alger andhverfa. Þú býður þig fram til forseta Íslands, með þá megin stefnu að standa vörð lýðræðisins, meðan Ástþór virðist bjóða sig fram til forseta fyrir alheiminn. Hjá honum ber lítið á vilja til að vinna fyrir land og þjóð.

Varðandi svokallaða skoðanakönnun DV, sem þú einnig setur sem link í þína grein, verður ekki annað séð en að þar sé blaðið að leita að frambjóðanda fyrir vinstri elítuna. Þar eru nefnd nöfn að persónum forspurðum, rétt eins og DV geti ráðið hverjir gefi kost á sér.

Ummæli Ólafs Harðarsonar dæma sig sjálf. Hann notar hina röngu og stórhættulegu skýringu á orðinu popúlismi á þann veg sem á uppruna sinn í stofnunum ESB. Að hver sá sem ekki heldur setta línu sé popúlisti, þó einkum þeir er sýna tilburði til ættjarðarástar. Þessari nýju skilgreiningu þessa hugtaks hafa talsmenn ESB verið duglegir að hampa, einkum Eiríkur Bergmann og fengið til þess gott pláss í fjölmiðlum. Henry Luis Menken, blaðamaður á Baltimore Sun og fræðimaður í ensku, uppi fram yfir miðja síðustu öld, skilgreindi þetta hugtak nokkuð vel; "það er maður sem predikar kennisetningar sem hann veit að eru rangar yfir mönnum sem hann veit að eru fávitar". Einföld skýring en kannski ekki eins heppileg fyrir vinstri elítuna.

Óska þér annars góðs gengis og þú átt mitt atkvæði víst.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 9.1.2024 kl. 00:22

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Arnar Þór.

Það bíður þín á næstu mánuðum að verða fyrir sívaxandi árásum og öllum ráðunum í bókinni beitt líkt og annar öllu frægari og tilvonandi frambjóðandi vestan Atlantsála á við að etja alla daga, því þið tveir eigið það sameiginlegt að vilja ekki þóknast og hlýða hagsmunaöflum New World Order, sem ekki kærir sig um sjálfstæða þjóðhöfðingja sem eru einlægir gæslumenn hagsmuna eigin þjóðar, án þess þó að Þið Donald eigið endilega nokkuð annað sameiginlegt.

Jónatan Karlsson, 9.1.2024 kl. 06:28

4 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Kærar þakkir fyrir þessar athugasemdir (og fyrri skrif), Guðmundur Örn, Gunnar og Jónatan.  

Arnar Þór Jónsson, 9.1.2024 kl. 08:04

5 identicon

Ég er sammála Guðmundi Erni og þeim öðrum, sem segja, að við þurfum að hafa fullveldissinna á Bessastöðum, ekki síst á þessum tímum, þegar ESB er að sækja í sig veðrið í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Það þarf að standa fast í fæturna gegn slíkum yfirgangi. Ég tek Arnar Þór Jónsson rétta manninn til þess, og lýsi því stuðningi mínum við hann í komandi forsetakosningum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2024 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband