Tvö samtöl um forsetaembættið og hlutverk þess

Kæru lesendur. 

Hér eru tvö viðtöl sem ég vil gjarnan deila með ykkur. 

Annars vegar er hér samtal okkar Gunnars Smára Egilssonar frá því í fyrradag, þar sem við ræddum m.a. um títtnefnt ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar, sem ekki verður lesið á þann hátt að nokkur undirskriftasöfnun þyrfti að eiga sér stað til að forseti íhugi að kippa í neyðarhemilinn og leggja mál í dóm þjóðarinnar. Þvert á móti getur það verið ábyrgð forseta að grípa tafarlaust í öryggishemilinn ef lestin brunar of hratt. Í viðtalinu segi ég einnig að stjórnkerfið okkar nú sé bremsulaust og vísa þar til þess að Ísland hafi aldrei beitt synjunarvaldi í 30 ára sögu EES samningsins. 

Svo er hér samtal mitt við Arnþrúði Karlsdóttur og Pétur Gunnlaugsson á ÚS sl. föstudag, þar sem farið var vítt og breitt yfir sviðið. Þar sagði ég m.a.:

„Við erum komin á þann stað að við getum ekki mikið lengur haldið áfram að láta eins og ekkert sé. Við getum ekki lengur látið fara frá okkur ríkisvald í þessum mæli. Við getum ekki haldið áfram að veikja undirstöður lýðveldisins því að áhættan og afleiðingin verður sú að efnahagslíf okkar veikist eins og er að gerast með þessum kolefnissköttum frá Evrópusambandinu. Eins og er að gerast með því að yfirráð okkar yfir orkuauðlindinni eru að veikjast sýnilega og eins og er að gerast með því að Alþingi er sjálft að leggja fram frumvarp um að gera erlend lög sem eiga að ganga framar íslenskum lögum [Bókun 35] ef þetta tvennt rekst á.

Þetta er komið í rauninni á það alvarleikastig, eftir 30 ár í EES, að það væri óábyrgt af kjósendum þessa lands og óábyrgt af mér sem frambjóðanda núna í þessum kosningum og það er það mjög óábyrgt af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Alþingis að láta eins og allt sé í himnalagi.

Það er ekki lengur allt í himnalagi. Við erum að missa frá okkur sjálfstæði okkar, þetta var draumur fyrri kynslóða, Íslendingar gengu með þessa hugsjón í maganum öldum saman […]. Rétt eins og Sigurður Líndal benti á þá hafi Íslendingar mótmælt því um aldir að konungur sett lög hér einhliða. Íslendingar voru meðvitaðir um að við viljum eiga einhverja hlutdeild í því sem lögin segja. Þjóð sem hefur ekkert með efni laganna að segja er að setja sig í mjög viðkvæma stöðu. Eins og menn sem hafa ekkert með það að segja hvernig lífi þeirra er stjórnað. Þeir eru að setja sig í mjög viðkvæma stöðu.“

Pétur spyr í framhaldinu: „Það sem þú ert að segja í raun og veru að það er kominn tími til að verja sjálfstæði og fullveldi Íslands?“ Arnar Þór: „Við getum ekki beðið mikið lengur með það.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll

Nú ber Íslenskum yfirvöldum að lýsa yfir stuðningi við málarekstur Suður Afríku gegn Ísrael vegna þjóðarmorðs í Palestínu. Alveg sama undir hve miklum þrýstingi þið teljið ykkur vera.

Ef að þið bíðið, nú þá fer sagnfræðin ekki vel með ykkur, við skulum segja að það muni jafnast á við að hafa lýst stuðningi við Adolf Hitler. Ísrael mun verða undir í þessu máli og ef að ráðamenn hér á landi hafa ekki gert sér grein fyrir því, þá er tíminn til þeirrar uppgötvunar núna 

Stór hluti þingheims er skipađur þingmönnum sem ekki eru beittustu hnífarnir í skúffunni. Vegna þessa þá er nú runnin upp sú stund í þessu máli þar sem að nokkrir góðir menn VERÐA að taka málið í sínar hendur.

bestu kveðjur 

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 10.1.2024 kl. 20:55

2 identicon

Heill og sæll

Nú ber Íslenskum yfirvöldum að lýsa yfir stuðningi við málarekstur Suður Afríku gegn Ísrael vegna þjóðarmorðs í Palestínu. Alveg sama undir hve miklum þrýstingi þið teljið ykkur vera.

Ef að þið bíðið, nú þá fer sagnfræðin ekki vel með ykkur, við skulum segja að það muni jafnast á við að hafa lýst stuðningi við Adolf Hitler. Ísrael mun verða undir í þessu máli og ef að ráðamenn hér á landi hafa ekki gert sér grein fyrir því, þá er tíminn til þeirrar uppgötvunar núna 

Stór hluti þingheims er skipaður þingmönnum sem ekki eru beittustu hnífarnir í skúffunni. Vegna þessa þá er nú runnin upp sú stund í þessu máli, þar sem að nokkrir góðir menn VERÐA að taka málið í sínar hendur.

bestu kveðjur 

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 10.1.2024 kl. 20:58

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég verð að taka undir með athugasemd Gunnars Waage varðandi undirlægjuhátt íslenskra yfirvalda gagnvart þátttöku í ákæru S-Afríku gegn Ísrael og þætti fróðlegt að heyra skoðun þína á hvort Ísland eigi bara að láta sem ekkert sé, til að forðast að styggja Bandaríkjamenn, þá sem útvega öll drápstækin endurgjaldslaust og reyndar þá sömu og hengdu Saddam Hussein aðalega fyrir að hafa notað eiturgas gegn Kúrdum og Írönum, eiturgas sem kom í ljós að var framleitt í Arizona.

Hvað finnst þér Arnar Þór, að Íslandi beri að gera?

Jónatan Karlsson, 10.1.2024 kl. 22:19

4 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Hví ætti Arnar Þór Jónsson eða stjórnvöld á Íslandi að taka undir ákæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem á var ráðist frá Gasa og situr enn undir árásum þaðan?

Arnar Þór verður fyrst og fremst forseti okkar Íslendinga en hvorki Palestínumanna né Ísraelsmanna.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 10.1.2024 kl. 23:39

5 identicon

Guðmundur Örn,

Rétt hjá þér, en þá er vert að hugleiða hver hugur þjóðarinnar er í þessu máli. Hann er yfirgnæfandi með Palestínu.

Þannig að jú það skiptir máli að taka hér skýra afstöðu.

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 11.1.2024 kl. 00:13

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gunnar Waaage er hugur yfirgnæfandi meirihluta Íslendina með Palestínumönnum, hvaðan hefur þú það???????

Jóhann Elíasson, 11.1.2024 kl. 02:59

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Spurningin virðist því vera hvort heiðra skuli skálkinn, svo hann skaði okkur ekki, eða hvort þjóðarvilji fái fyrir atbeina Forseta að ráða för varðandi skýra afstöðu meirihluta Íslendinga gagnvart þessari sannkölluðu Helför Palestínsku þjóðarinnar sem við horfum á úr notalegum stofum stofum okkar.

Jónatan Karlsson, 11.1.2024 kl. 06:08

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er ekki hlutverk forseta Íslands að móta stefnu landsins í utanríkismálum. 

Júlíus Valsson, 11.1.2024 kl. 06:14

9 identicon

Varðandi veruna í EES þá þá hefur engin þjóð sem hefur gert þennan samning né er í ESB tengt þetta við sjálfstæði þjóðar. Þetta er viðskiptasamningur og með alla viðskiptasamninga þá verður að láta hagsmuni ráða. Björn Bjarnason gerði úttekt á samningnum en mér finnst reyndar sjálfsagt að fá annað álit. Varðandi ESB inngöngu er það skylda að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu.Forsetinn þarf þessvegna ekki að hafa þar hönd í bagga.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 11.1.2024 kl. 08:35

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Jósef Smári. EES er vissulega viðskiptasamningur og hefur alla tíð verið það en hvenær lofuðu Íslendingar að framselja fullveldið, löggjafarvald, framkæmdavald og dómsvald til ESB vegna "viðskiptasamnings"? Björn Bjarnason er orðinn einn helsti talsmaður inngöngu Íslands í ESB vegna eininhagsmuna og er því ekkert að marka álit hans. Hann er langt frá því að vera hlutlaus. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur svo lýst því yfir að það sé engin þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu vegna umsóknar um aðild að ESB! Við þurfum svo sannarlega forseta sem getur gripið í taumana! 

Júlíus Valsson, 11.1.2024 kl. 09:44

11 identicon

Ef þú ert að tala um tilskipanir samningsins um að taka upp lög Evrópusambandsins, Júlíus, þá er það í samningnum. Það er gjaldið sem við þurfum að greiða fyrir það sem við fáum. Sem er vissulega mikið.ESB löndin þurfa að greiða nákvæmlega sama gjald. En við veljum að segja upp samningnum sem er eina leiðin þá er það þingsins að gera það. Ef forsetinn neitar að skrifa undir lög varðandi samninginn leiðir það til brota á samningnum og ríkið þarf að greiða skaðabætur sem er afar slæmt.Varaformaður sjálfstæðisflokksins er úti á túni vegna krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu kemur frá ESB. Noregur felldi samning um inngöngu í ESB á sínum tíma .

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 11.1.2024 kl. 12:30

12 identicon

Ég átti aðkomu að undirskriftasöfnun sem að þáverandi forseti tók til greina. Hann mótaði því enga stefnu heldur tók mið af vilja þjóðarinnar. Málið var Icesave málið og forsetinn undirritaði ekki. Þessar urðu lyktir málsins og var sú niðurstaða seinna staðfest fyrir MDE.

Saga forsetaembættisins er ekki saga Guðna, Vigdísar eða Kristjáns, forsetar hafa gengt mun meira afgerandi hlutverki hér á landi frá lýðveldisstofnun. Það er engin að aegja að forsetinn eigi að seilast inn fyrir mörk þingræðisins.

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 11.1.2024 kl. 13:10

13 identicon

Afsakið EFTA dómstóllinn átti þetta að vera, ekki MDE

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 11.1.2024 kl. 13:16

14 Smámynd: Birgir Loftsson

Af hverju eru menn að tala um Palestínu hér, þegar verið að tala um forseta kosningar og hlutverk forsetans? Kemur þessum kosningum ekkert við að ræða um stríð hinum megin á hnettinum. Það væri til dæmis gaman að fá umræðu um forsetaþingræði....

Birgir Loftsson, 12.1.2024 kl. 08:11

15 Smámynd: Birgir Loftsson

Fyrir þá sem lesa ekki Samfélag og sögu, kemur skilgreining á forsetaþingræði:

Í löndum sem búa við forsetaþingræði eru þannig bæði forseti og forsætisráðherra, en ólíkt lýðveldum þar sem ríkir þingræði, fer forsetinn með raunveruleg völd en ekki táknrænt hlutverk. Hugmyndin á bak við þetta kerfi er að forsetinn myndi mótvægi við vald stjórnmálaflokka sem ríkja á þinginu og sitja í ríkisstjórn.

Völd forseta í forsetaþingræðisríkjum geta verið af tvennum toga: forsetinn getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn að vild, að því gefnu að hann njóti stuðnings þingsins, annars vegar; og hins vegar að forsetinn getur leyst upp þing, en þingið eitt getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn. Dæmi um hið fyrrnefnda eru Rússland og Perú; en dæmi um hið síðarnefnda eru Frakkland, Úkraína og Alsír.

Til þess að forsetaþingræðið myndi virka á Íslandi (ef við viljum fara þá leið?), þá þarf að kippa út

11. gr. hennar að "Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum...." Og "14. gr.: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum."

Annars eru völd forsetans, skv. stjórnarskránni mikil. Til dæmis undanþágu frá lögum; útgáfa bráðabirgðalaga; leggja fram lagafrumvörp; gera samninga við önnur lönd o.s.frv.

Birgir Loftsson, 12.1.2024 kl. 08:24

16 Smámynd: Júlíus Valsson

Birgir Loftson. Ef forsetinn getur gert samninga við,önnur lönd, þá ætti hann einnig að geta slitið samningum við önnur lönd. 

Júlíus Valsson, 12.1.2024 kl. 09:13

17 Smámynd: Birgir Loftsson

Það hefur ekkert reynt á þetta ákvæði, það er málið. Hlutverk forsetans er umfangsmikið í stjórnarskránni en de facto, þá hefur það breyst í skraut embætti. Það verður því að taka ákvörðun, fyrr eða síðar, hvort stjórnarskráin gildi í raun eða eins og embættið hefur þróast út í, að forsetinn sé sameiningartákn (ekkert í lögum að hann sé það). Það skapar óvissu. Málskotsréttinn var t.d. óvirkur, en var virkjaður. Ónotuð lög þýðir ekki úreld lög.

Birgir Loftsson, 12.1.2024 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband