Hver er kjarninn?

Um hvað snýst framboð til opinbers embættis? Snýst það um að leika hlutverk eða vera maður sjálfur? Á frambjóðandi að tala út frá handriti sem aðrir (t.d. PR sérfræðingar) semja eða snýst þetta um að tala út frá eigin hjarta? 

Á mjólkurfernunni í dag er spurt: ,,Hvað er að vera ég?". Þetta er spurning sem ég bar oft upp við nemendur mína í lögfræði. Reynslan sýndi að flestir svöruðu spurningunni út frá hóp sem þau töldu sig tilheyra. Dæmi:hvað er að vera ég ms

  • Ég er kona
  • Ég er Hafnfirðingur
  • Ég er KR-ingur
  • Ég er feminísti / frjálshyggjumaður / sósíalisti / anarkisti
  • o.s.frv.

Slík svör benda til að við höfum fjarlægst okkar innri kjarna. Hver er sá kjarni? Er það ,,korið" sem menn segjast vera að styrkja á nýja árinu með því að gera "core"-æfingar í líkamsræktinni? Hver er uppruni þessa orðs? Enska orðið Core er sprottið af latneskri rót. Á latínu er til orðið Cor, sem merkir bókstaflega hjarta

Hafa Íslendingar og aðrar vestrænar þjóðir orðið viðskila við þennan kjarna eigin tilveru? Sækjum við kjarnann út fyrir okkur sjálf? Látum við aðra ráða því hvað við segjum og gerum? Leyfum við öðrum að stjórna því hver lífsskoðun okkar er? 

Erum við úti á túni í þessum efnum, sbr. þegar við segjum að þessi eða hinn sé ,,í essinu sínu"? Máltækið er merkingarlaust, enda væntanlega arfaléleg þýðing, en hugsunin að baki birtist þegar hugað er að stofninum sem er væntanlega sá að viðkomandi sé "in her / his essence", þ.e. að vera í kjarnanum sínum (lat. Cor). 

Íslendingar nútímans hafa fjarlægst sinn innri áttavita, sem er þeirra eigið hjarta. Þess í stað er þeim ,,sannleika" haldið að fólki (þar á meðal frambjóðendum) að hin æðsta dyggð sé að falla í hópinn / tala eftir handriti sem aðrir semja. 

Amma minntist oft á það við mig að þegar einhver reyndi að hrósa Ólafi Jóhannessyni prófessor og síðar forsætisráðherra fyrir hvað hann væri lærður á sviði laganna, þá hafi Ólafur svarað með því að segja að brjóstvitið væri þó alltaf best. Ef stjórnmálamenn nútímans (og kjósendur?) hafa gleymt þessu, þá er vert að dusta rykið af þessari góðu lífssýn, sem fyrri kynslóðir þekktu vel, sbr. eftirfarandi erindi Hávamála, þar sem menn eru hvattir til að nýta eigið brjóstvit, því reynsla genginna kynslóða hefur staðfest að ráð annarra manna reynast oftar en ekki verr en þau ráð sem við getum sótt í okkar eigið hjarta. Það er æfing sem allir hefðu gott af að stunda á nýja árinu, alla daga.  

Sá er sæll
er sjálfur um á
lof og vit meðan lifir.
Því að ill ráð
hefir maður oft þegið
annars brjóstum úr.

E.S. Sannar ,,core-æfingar" væru hugrekkisæfingar, þ.e. að þjálfa okkur í að finna eigið hjarta / hlusta á brjóstvitið / treysta innsæinu (e. courageous, f. courageux, í. coraggioso).  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill stundum gleymast að það eru töluð fleiri tungumál úti í hinum stóra heimi en enska og þessi yfirburðastaða enskra og bandarískra menningaráhrifa á Íslandi eru nýtilkomin. Ísland hefur ekki alltaf verið Little Britain. 

En hér er smá útlegging á norska máltækinu „å være i sitt ess» sem rímar reyndar mjög vel við þinn skilning á því. Mig grunar að einhverjir Hegelistar eða Heideggeristar hafi byrjað og þetta síðan náð fótfestu. Þetta hljómar þannig. Nema ræturnar séu skólaspeki, þeir spáðu mikið í verufræði.

"Ess kommer nemlig fra det latinske verbet esse – å være. Å være i sitt ess betyr derfor å være i sin væren – være seg selv, være identisk med seg selv, være et subjekt og en eksistens som ikke er fremmed eller fortabt for seg selv, men er seg selv, fullt og helt."

Grímur (IP-tala skráð) 12.1.2024 kl. 10:18

2 Smámynd: Dominus Sanctus.

Spurt er: "Um hvað snýst framboð til opinbers embættis?".

Í mínum augum ætti FORSETA-EMBÆTTIÐ að snúast um stefnumótun inn í framtíðina og raunverulega ábyrgð á þjóðinni

og það væri best að gera það með því að taka upp  FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi.

Þannig væri í raun hægt að sameina forseta og alþingiskosningarnar í sömu kosningarnar: 

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/2908/

Dominus Sanctus., 12.1.2024 kl. 11:18

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég segi stundum að ég sé frjálshyggjumaður, en nýlega að ég sé álhattur og jafnvel samsæriskenningasmiður, eða fylgi slíkum. Öll þessi orð rúma einstaklinga sem passa ekki í neitt form nema það sem þeir mynda sér sjálfir. 

Geir Ágústsson, 12.1.2024 kl. 22:04

4 Smámynd: Júlíus Valsson

"Vertu þú sjálfur" syngur Helgi Björns, maðurinn sem bjargaði geðheilsu heiilar þjóðar í Covid-19 fargananu. 

Júlíus Valsson, 13.1.2024 kl. 01:45

5 identicon

Hann söng hann Helgi Björnsson en með áróðrinu og græddi vel á því... Í Apríl 2020 vissi ég hvað var í gangi og þótti það vera mjög augljóst. Hvernig meirihluti af Íslendingum lét platast er ég ekki að skilja.

Trausti (IP-tala skráð) 13.1.2024 kl. 05:35

6 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þegar Móses spurði Guð að nafni. Svaraði Guð Móse: Ég er. (2. Mós. 3:14).

Jesús sagði einnig um sjálfan sig: Ég er. (Jóh. 8:28).

Jesús hefur einnig sagt við mig og þig: Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum. (Jóh. 15:5).

William Shakespeare tók þetta upp í eitt leikrit sitt og sagði: To be, or not to be, that is the question.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 13.1.2024 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband