Daglegt val markar lífsbraut okkar ... og heilindi

Erum við sönn og heil í því sem við segjum og gerum? Er hollusta okkar til sölu? Erum við tilbúin að svíkja okkur sjálf, okkar eigin prinsipp, fyrir silfurpeninga? Fremjum við slík svik gagnvart sjálfum okkur / samborgurunum / samfélaginu fyrir launaseðilinn / fyrir að halda embættinu / fyrir frægð / fyrir frama?
Konstantínus mikli keisari lifði fyrir 1600 árum. Hann varð fyrstur allra Rómakeisara til að leyfa kristnum mönnum að rækja trú sína einnig opinberlega. Tími bænahalds og samkomu í neðanjarðar-grafhýsum var liðinn. Faðir hans, sem var keisari á undan honum, var enn heiðinn maður. Hann hét Konstantíus.
Þegar Konstantíus þessi komst til valda gerði hann sér grein fyrir því að fjölmargir kristnir menn gegndu mikilvægum störfum bæði í ríkisstjórn Rómaveldis sem og við hirð keisarans.
Hann gaf öllum kristnum starfsmönnum skipun:
Yfirgefið Krist eða yfirgefið starfið!
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra kaus frekar að leggja niður starfið en að afneita trúnni. Og þá kom keisarinn öllum á óvart og setti þá sem höfðu verið tryggir trú sinni aftur inn í embætti og rak hina sem í kjarkleysi og hugleysi höfðu afneitað Kristi í þeirri von að halda starfinu. Og hann sagði við þá:
Ef þið haldið ekki tryggð við Krist sýnið þið mér ekki heldur tryggð.
 
Þessi saga á erindi við okkur enn í dag. Skilaboðin eru að þeim er umbunað sem fylgja innsæi sínu og leið hjartans. Því ber okkur alltaf að velja heilindi og trúfestu fram yfir skjótfengna umbun, þægindi og metorð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Með þessum pistil þínum Arnar Þór Jónsson, hefur þú tekið af allan vafa, frá KRISTNUM mönnum, um að þú ert sá forsetaframbjóðandi sem við þurfum nú á þessum óvissu tímum.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 29.3.2024 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband