2.5.2024 | 09:25
Afmælisósk.
Kæru vinir.
Baráttan um Bessastaði er farin að harðna og svo virðist sem farið sé að bera á illu umtali um þá sem mælst hafa efst í könnunum hingað til. Sem betur fer hef ég ekki séð slíkt frá mínum stuðningsmönnum. Ég hef ávallt lagt mig fram um að vera hófstilltur í umfjöllun um menn og málefni. Á þeim grunni hef ég lagt mig fram um að vera kurteis og velja orð mín af kostgæfni.
Í dag, á afmælisdegi mínum, er það mín fróma ósk að baráttan verði heiðarleg og drengileg, þannig að þeir sem styðja mig til embættis forseta Íslands, tali (og skrifi) einnig málefnalega og kurteislega um aðra frambjóðendur. Dýrmætri orku á ekki að eyða í það að gagnrýna fjölmiðla, skoðanakönnunarfyrirtæki o.fl.
Það fer engum vel að upphefja sjálfan sig (né aðra) með því að ýta öðrum niður. Jákvæður leiðtogi fær aðra með sér í lið með jákvæðni, bjartsýni og heiðarleika að leiðarljósi. Baráttan á að vera góð, en ekki vond. Ég hvet alla þá sem vilja standa með mér til þess að tala um það sem ég stend fyrir, landi og þjóð til heilla.
Ég ætla að njóta afmælisdagsins. Vonandi verður þessi dagur einnig góður fyrir ykkur.
Athugasemdir
Til hamingju með daginn Arnar. Í tilefni dagsins ætla ég að færa þér gleðifréttir: Samkvæmt "skoðanakönnun" um forsetakosningarnar á DV is ert þú með rúmlega 13% fylgi.......
Jóhann Elíasson, 2.5.2024 kl. 09:54
Til hamingju með afmælið Arnar Þór Jónsson.
Nú um hádegið er að hefjast biskupskosning. Ég get ekki séð að þeir tveir prestar sem í framboði eru séu hæfir.
En ef þú værir prestur og í framboði til embættis Biskups Íslands, þá myndi ég kjósa þig.
En svo er Guði fyrir að þakka að við Íslendingar eigum þess kost að kjósa þig sem Forseta lýðveldis Íslands.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 2.5.2024 kl. 10:27
Tek undir með Jóhanni og Guðmundi.
Njóttu dagsins.
Sigurður Kristján Hjaltested, 2.5.2024 kl. 10:58
Til hamingju með afmið á þessum gróðursæla vordegi!
Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2024 kl. 13:14
Mínar bestu hamingju- og blessunaróskir með daginn. Gangi þér sem allra best.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2024 kl. 13:14
Heill og sæll Arnar Þór Jónsson til hamingju með afmælisdaginn þinn. Njóttu dagsins. Það er fjöldi fólks sem fylgir þér að máli. Það sést best á nýlegri könnun. Þá varst þú hástökkvari dagsins með 14,67% fylgi. Gangi þér vel stuðningsnetið er stórt og þétt.
Afmæliskveðjur.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 2.5.2024 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.