Kæra til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands

Í dag birtist á forsíðu Vísis (www.visir.is) mynd eftir Halldór Baldursson sem brýtur gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Þessa myndbirtingu hef ég kært til siðanefndar félagsins og krafist þess að málið verði tekið til skjótrar meðferðar. Á myndinni er undirrituðum stillt upp í búningi sem augljóslega er ætlað að líta út fyrir að vera búningur alræðissinna. Þessi framsetning er hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg. Undirritaður hefur á síðustu árum ritað tugi greina í blöð og tímarit, samtals ca. 1400 bls. Ekkert í því efni réttlætir þá framsetningu sem sjá má á umræddri mynd Halldórs Baldurssonar. Undirritaður hefur flutt fjölda fyrirlestra og erinda á almennum vettvangi, haldið úti bloggsíðu, flutt útvarpsávörp, mætti í tugi viðtala o.fl. Þar er heldur ekkert sem gefur Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu mína í það samhengi sem þarna getur að líta. Sá búningur sem hér um ræðir er táknmynd alls þess sem ég hef talað gegn, þ.e. valdboðs, stjórnlyndis, ofríkis, kúgunar, mannfyrirlitningar, stjórnlyndis og alræðis. Ég er málsvari klassísks frjálslyndis, frjálsræðis, einstaklingsfrelsis, lýðræðis, mannúðar, manngæsku, mannréttinda og valddreifingar. Framsetning Halldórs og Vísis er gróf aðför að mannorði mínu og þess er krafist að bæði teiknarinn og fjölmiðillinn verði áminntir fyrir brot, rangfærslur leiðréttar, umrædd mynd fjarlægð og ég beðinn afsökunar, bæði formlega og skriflega.
Framsetningin er bæði óheiðarleg og ósanngjörn. Hefði Halldór skrifað þetta og vísir birt aðdróttanir þess efnis að undirritaður væri nasisti / fasisti, þá félli það væntanlega undir skilgreiningu á hatursorðræðu, þar sem alið væri andúð og fordómum gegn mér. Framsetningin er hlutdræg og meiðandi. Myndin kristallar ófagleg vinnubrögð og brýtur gegn skyldum blaðamanna með því að grafa undan lýðræðislegri tjáningu og afbaka málefnalega umræðu. Framsetningin brýtur gegn skyldum blaðamanna gagnvart almenningi sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Framsetningin hefur ekki sannleikann að leiðarljósi, brenglar staðreyndir og felur í sér órökstuddar ásakanir. Blaðamaður og fjölmiðillinn hafa ekki gætt að þeirri skyldu sinni að byggja framsetningu sína á áreiðanlegum upplýsingum. Framsetningin styðst ekki við neitt sem kalla mætti hlutlægni. Þegar þetta er ritað hefur Blaðamannafélagið staðfest móttöku á kæru minni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Arnar Þór - sem og aðrir lesendur, þinnar ágætu síðu !

Fyrir það fyrsta; er Halldór Baldursson ekkert meðal hinna

flinkustu teiknara nú um stundir en; . . . . . benda vildi

jeg þjer / sem öðrum meðframbjóðenda þinna á, að Gallup

skoðana miðstöðin er með öllu ómarktæk, hvað lýtur að þínu

fylgi eða annarra:: hvar, Huginn Freyr Þorsteinsson, einn

helzti málaliða Katrínar Jakobsdóttur er stjórnarformaður

Gallup á Íslandi - og meðal eigenda þessa fjelags, skv.

ja punkts is skráningunni (ja.is).

Þú gætir Arnar Þór; brýnt aðra meðframjóðendur þína til

þess, að ganga til liðs við þig (utan Katrínar, reyndar)

og krafizt þess af Landsskjörstjórn, að hún fyrirbyði

Gallup frekari afskiptum af yfirstandandi kosningabaráttu,

í ljósi þessarrar stöðu mála.

Tek fram Arnar Þór; að sjálfur hefi jeg ekki tekið þátt

í Forseta kosningum, þótt fengið hafi rjettinn til þess

fyrst árið 1980 - þar sem jeg er fremur Konungssinni en

á aðra vegu:: hugmyndafræðilega, en bendi þjer hjer með

á, hversu hróplega og ranglega Katrín Jakobsdóttir og

hennar fylgifólk misbjóða öllu siðferði sem og allri

almennilegri rjettlætiskennd fólks, með Huginn Frey og

aðra ámóta baktjalda menn, innan sinna raða - og, að

Gallup skuli ekki verða gert óvirkt í þessarri snerru

ykkar, sem stendur út Maí mánuð, líðandi.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason

(óvirkur fjelagi; í Hinu íslenzka Bókmenntafjelagi (1816)

sem og Sögufjelaginu (1902).   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2024 kl. 13:03

2 identicon

Ritskoðun mundu einhverjir segja, tilraun til þöggunar eða árás á tjáningarfrelsið.

Væntanlega á svo frelsið að aukast þegar við fáum forseta sem einn stjórnar öllu og lætur fjölmiðla, almenning, stjórnkerfið og löggjafarvaldið ekki komast upp með neitt sem honum mislíkar. Þegar allir hafa fullt óskorðað frelsi til að gera eins og hann vill, ein Führer mein Führer.

Stundum fer mynd og hljóð ekki saman. Allir kannast við dæmi um það þegar augljósir rasistar segja "Ég er ekki rasisti, sumir af mínum bestu vinum eru niggarar". Það að einhver segist ekki vera eitthvað eða segist vera eitthvað þýðir ekki endilega að heildarmyndin sýni það.

Glúmm (IP-tala skráð) 18.5.2024 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband