Hrafnseyri og frjáls tjáning

Jón SigurðssonÍ þessu samtali okkar Odds Ævars Gunnarssonarvar ég m.a. spurður hvert ég myndi flytja forsetasetrið ef það yrði að fara frá Bessastöðum. Ég sagði að vel færi á að flytja það að Hrafnseyri við Arnarfjörð, þar sem Jón Sigurðsson var fæddur (1811-1879), en staðurinn er auk þess kenndur við einn merkasta Íslending fyrri alda, Hrafn Sveinbjarnarson lækni (1166-1213), sem hitti Thomas Becket erkibiskup í Kantaraborg, lærði læknisfræði í Salerno á Ítalíu, framkvæmdi skurðaðgerðir hérlendis, ferjaði fólk frítt yfir Breiðafjörð og var í stuttu máli einn fremsti maður sem Ísland hefur alið.Hrafn

Af þessum sögulegu ástæðum er staðurinn í miklu uppáhaldi hjá mér og þangað fór ég nú fyrir stuttu á ferð minni um Vestfirði.

Báðir þessir menn voru óhræddir við að láta ljós sitt skína, öðrum til gagns. Sem samfélag hljótum við að vilja hvetja fólk til þess að nýta hæfileika sína og láta rödd sína hljóma, en ekki berja menn niður, atyrða þá, smána og niðurlægja. Í viðtalinu ræðum við Oddur um tjáningarfrelsið og þá ósk mína að sem flestir nýti sér það. Til að svo megi verða þurfum við að nýta þetta frelsi (eins og annað frelsi) með ábyrgum hætti. Í því felst m.a. að orðræða má ekki verða svo ómálefnaleg, ljót og niðurlægjandi að friðsamt og skynsamt fólk veigri sér við að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Slíkt væri í andstöðu við markmið tjáningarfrelsisins, því þá er í raun verið að vega að tjáningarfrelsinu undir merkjum tjáningarfrelsis.

Á ferðum mínum um landið síðustu vikur hef ég því miður hitt allt of marga sem segjast ekki treysta sér til að tjá skoðun sína opinberlega, af ótta við ofsafengin viðbrögð þeirra sem telja sig hafa ,,réttari skoðanir". Þegar fólk er farið að ritskoða sjálft sig með þessum hætti erum við komin á háskalega braut sem beinist í átt frá lýðfrelsi og lýðræði. Þessu þarf að snúa til betri vegar með þjóðarátaki þar sem við hlustum á hvert annað, svörum málefnalega og leyfum hvert öðru að tjá hug sinn, sjálfum sér til heilla og samfélaginu til framdráttar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þetta segir Jón Viðar Jónsson, hinn virti leiklistargagnrýnandi til áratuga, um Arnar Þór Jónsson:

Eldklár og flugmælskur og ekki bara það, málflutningur hans felst að verulegu leyti i hárbeittri og gegnhugsaðri gagnrýni á ruglið, vanhæfnina og siðleysið sem veður uppi i stjórnkerfinu og allt vel hugsandi fólk er löngu komið með upp i kok af.

Jón Viðar fjallar um Arnar Þór á Facebook og vitnar þá í hið ítarlega viðtali við Arnar Þór í Spursmálum.

Í viðalinu kemur það skírt fram hjá Arnari Þór, að sem Forseti Íslands, hefði hann ekki samþykkti stólaskiptin þegar Katrín Jakobsdóttir kom Bjarna Benediktssyni í stól forsætisráðherra.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 26.5.2024 kl. 11:02

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég tek heilshugar undir með athugasemd Guðmundar Arnars og alveg sérstaklega með ágætri orðréttri lýsingu Jóns Viðars Jónssonar á Arnari Þór sem hann vitnar í.

Jónatan Karlsson, 26.5.2024 kl. 15:13

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Bessastaðir er rétti staðurinn, ekki afskekktir Vestfirðir, þótt fallegir séu.

Birgir Loftsson, 26.5.2024 kl. 17:35

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er svo þakklát hvernig allt gengur núna m/blessunaróskum.

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2024 kl. 02:10

5 Smámynd: Dominus Sanctus.

Bessastaðir er rétti staðurinn, ekki afskekktir Vestfirðir.

Dominus Sanctus., 27.5.2024 kl. 09:20

6 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Oddur Ævar spurði, ef forsetasetrið yrði að fara frá Bessastöðum, hvert myndi Arnar Þór Jónsson vilja láta flytja það.

Svar Arnars Þórs var frábært, eins og oftast.

Og þegar aðsetur Forseta Íslands væri komið á Hrafneyri við Arnarfjörð, yrði staðurinn ekki lengur afskekktur í augum nokkurs manns, enda í alfara leið.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 27.5.2024 kl. 19:28

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Arnar þór var einungis spurður hvert flytja ætti Forsetasetrið ef það YRÐI að flytja frá Bessastöðum. og eru því athugasemdir Birgis og Dominusar útúrsnúningar.

P.S.

Sú hætta er auðvitað til staðer eftir að Íslendingar tilefnislaust sögðu Rússum stríð á hendur, að aðstaða NATO á Reykjanesi þætti af mörgum ástæðum tilvalin sem fyrsta skotmark ef til notkunar kjarnorkuvopna kæmi á annað borð og þar með yrðu Bessastaðir líklega óbyggilegir.

Jónatan Karlsson, 28.5.2024 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband