7.6.2024 | 08:14
Í góðum höndum?
Utanríkisráðherra Íslands birti langa grein í gær undir yfirskriftinni ,,Hví styður Ísland vopnakaup fyrir Úkraínu?". Í greinininni segir m.a. að í flóknum heimi séu ,,fá málefni algjörlega svarthvít; en landvinningastríð Rússlands í Úkraínu er eitt af þeim".
Frammi fyrir þeirri mynd sem dregin er upp í grein utanríkisráðherra er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvernig staðið er að stefnumótun og ákvarðanatöku á vettvangi utanríkismála hérlendis. Hafa embættismenn í utanríkisráðuneytinu og ráðgjafar ríkisstjórnarinnar kosið að láta mata sig á einhliða upplýsingum og viðhaft ótilhlýðilega rörsýni við val á þeim grunni sem byggt er á? Hér sem annars staðar ber að skoða viðfangsefnið út frá fleiri hliðum en einni. Af handahófi má t.d. benda hér á grein eftir bandaríska háskólaprófessorinn Jeffrey Sachs, The Real History of the War in Ukraine: a Chronology of Events and Case for Diplomacy. Sachs er heimsþekktur fræðimaður og hófstilltur í framsetningu, en myndin sem hann dregur upp í grein sinni er ekki svarthvít eins og sú sem birtist í fyrrnefndri grein utanríkisráðherra Íslands.
Í kveðjuræðu sinni 17. janúar 1961 varaði Dwight Eisenhower við valdaásælni hergagnaiðnaðarins og þeirri hættu sem fólgin er í því að vald færist í hendur fólks sem hefur hag af því að kynda ófriðarbál um allan heim fremur en að slökkva slíka elda. Eisenhower hvatti til þess að almenningur héldi vöku sinni gagnvart þeirri hættu að pólitísk stefnumörkun yrði afhent hagsmunaaðilum, vísindamönnum, tæknimönnum og vopnaframleiðendum, því slík þróun myndi óhjákvæmilega veikja lýðræðið, grafa undan stjórnskipuninni og borgaralegu frelsi.
Er lýðveldið okkar í góðum höndum hjá þeim sem nú halda um stýrið?
Athugasemdir
Þetta er mjög góð grein hjá þér Arnar.
Mun hún Halla Tómasdóttir skrifa undir/samþykkja vopnakaupin/ hermangið
án þess að depla auga, eða hvað?
Yrði íslenska þjóðin ánægð með það?
Dominus Sanctus., 7.6.2024 kl. 09:21
Íslenska þjóðin er einfaldlega ekki spurð um eitt eða neitt. Peningar flæða úr ríkiskassanum til málefna sem aldrei hafa verið borin undir þjóðina á meðan kosningaloforð eru svikin sem aldrei fyrr.
Ragnhildur Kolka, 7.6.2024 kl. 09:43
Það væri bragur á því að Ráðherra okkar myndi kynna sér söguna og samninga sem hafa verið gerðir á milli stríðsaðila frá 1990, áður en hún byrjar að tala um svart og hvítt.
Það er óskiljanlegt að Forsætisáðherra lofi 16.milljarða króna stuðningi til Úkraníu án þess að hafa rætt þann stuðning inni á Alþingi og fengið samþykki í Fjárlögum.
Er ekki margt annað hægt að gera við þessa milljarða innanlands, þar sem allt er í rusli?
Eggert Guðmundsson, 7.6.2024 kl. 11:16
Stóra spurningin er: "RENNA "NÝJU" SÓTTVRNARLÖGIN Í GEGN ÁN NOKKURRAR GAGNRÝNI"????????????
Jóhann Elíasson, 7.6.2024 kl. 11:20
Sérlega góð grein og og ekki síður þörf Arnar,þakka þér.
Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2024 kl. 12:59
Bjarni hefur sagt að sértæk hernaðaríhlutun (SMO) Rússa í Úkraínu sé brot á alþjóðalögum, sem sýnir að hæstvirtur lögfræðingurinn hefur engin alþjóðalög lesið, eða sofið á krossaprófinu.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 7.6.2024 kl. 13:39
... auk þess að bera enga virðingu fyrir ákvæðum Íslenskra laga varðandi hlutleysi Lýðveldisins.
Guðjón E. Hreinberg, 7.6.2024 kl. 13:42
JFK varaði einnig við hergagnaiðnaðinum.
John Mearsheimer er einnig hófstilltur.
Mín skoðun.
Haukar utanríkismálastefnu Íslands hafa lengi verið van stilltir þegar kemur að úttreikning á hagsmunum Íslands.
Maður spyr sig hvort utanríkismálastefna Íslands sé ekki bara í höndum erlendra aðila?
L. (IP-tala skráð) 7.6.2024 kl. 18:15
Það má benda á að hundruðir hagfræðinga hafa gagnrýnt greinina sem Jeffrey Sachs birti.
Wilhelm Emilsson, 7.6.2024 kl. 19:59
Wilhelm,
Einstein var kátur þegar 100 vísindamenn skrifuðu bók til að andmæla kenningum hans, og sagði að það þyrfti bara einn slíkra til að segja sér að hann hefði rangt fyrir sér, væri það raunin.
Fjöldaundirskriftir eru áróðursbragð, ekki innlegg.
Að því sögðu nefni ég að ég hef ekki lesið grein Sachs.
Geir Ágústsson, 7.6.2024 kl. 20:20
Geir, Þú sérð samsæri í hverju horni :) En mér finnst þú fínn eins og þú ert og vil alls ekki breyta þér. Ég leyfi mér samt að benda á að Sachs er enginn Einstein.
Wilhelm Emilsson, 7.6.2024 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.