Tekur þú ábyrgð?

Með hverjum deginum sem líður verður erfiðara að gera greinarmun á stjórnarflokkunum - og stjórnmálaflokkunum almennt. Hægri og vinstri flokkar hafa þjappað sér saman um stefnumál þannig að öll nauðsynleg breidd er horfin. Skýringarnar eru vafalaust margar: Eitruð umræðumenning á samfélagsmiðlum gæti verið ein skýring. Einsleitar skoðanir háskólamanna, fjölmiðlamanna, menningarvita, embættismanna o.fl. gæti verið önnur. Pólitísk umræða má ekki verða of einsleit, hugsunin ekki of fábreytileg, því ef málefnalegt aðhald skortir eykst hættan á efnahagslegu og pólitísku tjóni. 

Erum við nógu dugleg að taka þátt í umræðu um nútíð okkar og framtíð? Leyfum við öðrum að velja skoðanir okkar? Látum við skoðanakannanir ráða atkvæði okkar? Látum við yfirgangsseggi fæla okkur frá þátttöku í almennri umræðu?

Forsenda þess að lýðræðið haldi velli og að kosningar endurspegli raunverulegan vilja almennings er að borgararnir láti sig varða um samfélagið og þróun þess. Það gerum við með því að taka þátt í samfélagsumræðu, nýta kosningarétt okkar og kjörgengisrétt. Þetta gerum við þó ekki aðeins af hugsjón, heldur vissulega einnig til að gæta eigin hagsmuna, meðvituð um það að góð lög verða ekki til án góðrar umræðu. William Boetcker (1873-1962) taldi alla slíka þátttöku vera líftaug lýðræðis og lagasetningar. Ein frægustu ummæli hans lúta að því sem hann kallaði „sjö glæpi gegn heimalandinu“:

  1. Ég hugsa ekki.
  2. Ég veit ekki.
  3. Mér er sama.
  4. Ég er of upptekinn.
  5. Ég skipti mér ekki af.
  6. Ég hef engan tíma til að lesa og finna út úr því.
  7. Ég hef ekki áhuga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær grein, þetta eru einmitt þær "afsakanir" sem maður heyrir frá fólki, fyrir því að það hafi ekki skoðun á því sem er í gangi í þjóðfélaginu.  HEFUR ÞETTA FÓLK ENGAN ÁHUGA Á ÞVÍ HVERNIG FRAMTÍРBARNANNA ÞEIRRA VERÐUR????????

Jóhann Elíasson, 12.6.2024 kl. 08:59

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Orð að sönnu!

Kjósum taktískt í næstu Alþingiskosningum og losum okkur við landsöluflokkana. Stöndum vörð um fullveldið!

Júlíus Valsson, 12.6.2024 kl. 09:25

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Komum á FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi þannig að FORSETI ÍSLANDS 

þurfi að axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð,

með því að hann þurfi SJÁLFUR AÐ LEGGJA AF STAÐ MEÐ STEFNUNARNAR Í ÖLLUM STÓRU MÁLUNUM: 

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/2908/

Dominus Sanctus., 12.6.2024 kl. 09:32

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    • Ég hugsa ekki.

    • Mér er sama.

    • Ég hef ekki áhuga.

    Þetta verður ekki leyst, enda króniskt.

      • Ég veit ekki.

      Auðleysanlegt, á svona 2 mínútum, oftast.

        • Ég er of upptekinn.

        • Ég hef engan tíma til að lesa og finna út úr því.

        Sama fólk eyðir löngum tíma í að telja á sér tærnar, eða bara stara út í loftið.

          • Ég skipti mér ekki af.

          Alveg göfugt, nema þegar málið kemur manni við.

          Ásgrímur Hartmannsson, 12.6.2024 kl. 10:45

          5 identicon

          Ég fylgist með og mér er alls ekki sama hvernig landinu er stjórnað. Ég á erftii mað að horfa uppá afætur sem misnora almanna fé.

          eins þegar ríkissjóðir eri að stirkja fyrirtæki og sama fyrirtæki borgar sér arð nokrum mánuðum seinna.

          það er farið illa með öryrkja. það er ekki hort til framíðar, saman ber barn öryrkja sem elst upp við fátækt og natar skort, verða sjúklingar framtíðar, af  vannaringu varður fólk (börn) ekki  hraust. Ef ég sé þennan ágalla ættu allir að sjá það.

          Lengi bír af fyrrstu gerð.

          Falleg orð duga ekki til framfærslu.

          Kveðja GLG

          Gudbjörg Ljósbrá Gudóttur (IP-tala skráð) 12.6.2024 kl. 11:12

          6 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

          Hagsmunum Íslands er best borgið með því að sitja í skjóli heimsveldis að mati þeirra sem ráða ferðinni á Íslandi. Þessi ákvörðun var innsigluð með inngögnu Íslands í NATO á sínum tíma. Að sitja í skjóli heimsveldis þýðir að það þarf að fylgja heimsveldinu að málum í utanríkismálum , líka þegar farið er í stríð. Það þarf að kaupa áróður heimsveldisins í formi frétta möglunarlaust og leyfa því að hafa mótandi áhrif á Íslenskt samfélag. Ísland þarf líka að vera þátttakandi í þeim alþjóðlegu aðgerðum sem heimveldið stendur fyrir. Þetta er allt gert í þágu viðskiptahagsmuna Íslands og þýðir í raun að við höfum ekki sjálfstæða utanríksstefnu. Við höfum heldur ekki sjálfdæmi um það hvering íslenskt samfélag er mótað. Fylgja þarf stefnu heimsveldisins óháð því hvort VG er með forsætisráðuneytið eða ekki. Heimsveldið er nú á fallandi fæti og berst við að varðveita valdastöðu sína og gerir það meðal annars með því að stunda hægfara valdarán á kostnað þjóðríkjanna sem teljast vera bandamenn þeirra og ganga jafnvel svo langt að beita sömu aðferðum á eigið fólk. Heimsveldið er gert út af óformlegri og umboðslausri valdstjórn sem skeytir lítt um siðferði eða hagsmuni almennings.

          Helgi Viðar Hilmarsson, 12.6.2024 kl. 13:42

          7 identicon

          Útrýming þjóðarinnar er #1 glæpurinn gegn heimalandinu. Ef við leyfum landráðamönnum á Alþingi að stjórna áfram þá verða Íslendingar í minnihluta í eigin landi eftir 50 ár.

          https://x.com/OpinAugu/status/1800867829660717250

          Mordur Jonsson (IP-tala skráð) 12.6.2024 kl. 14:28

          8 Smámynd: Geir Ágústsson

          First they came for the socialists, and I did not speak out—

               Because I was not a socialist.

          Then they came for the trade unionists, and I did not speak out—

               Because I was not a trade unionist.

          Then they came for the Jews, and I did not speak out—

               Because I was not a Jew.

          Then they came for me—and there was no one left to speak for me.

          First they came ... - Wikipedia

          Geir Ágústsson, 12.6.2024 kl. 15:29

          Bæta við athugasemd

          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband