Vangaveltur í hljóði og mynd

Söguhetja Orwells í bókinni 1984, Winston Smith, starfaði í Sannleiksráðuneytinu við það að endurskrifa sögulegar heimildir til að þau samræmdust síbreytilegri stefnu stjórnvalda. Samræma varð stefnuna annars vegar og söguna hins vegar til að fela þá staðreynd að stjórnarstefnan var gersneydd öllu sem kenna mætti við prinsipp: Stefnan miðaði að því einu að halda völdum. Starfs síns vegna sá Winston betur en aðrir hve lúaleg og óheiðarleg framganga stjórnvalda var. Þess vegna fór hann að efast um lögmæti stjórnarinnar og hugsa ,,óleyfilegar hugsanir" um það hvort allar fullyrðingar stjórnvalda væru réttar. Þetta var skrifað árið 1949 - áður en hugtakið samsæriskenningar var orðið til. Nú yrði Winston væntanlega uppnefndur "álhattur". Í heimi þar sem geysa eilíf stríð (e. perpetual war) er illa séð að menn efist um stefnu stjórnvalda og alls ekki má draga í efa heilindi stóru fjölmiðlanna, því þar er ekkert sagt nema það sem er satt og rétt. Í skáldsögu Orwells varð Winston að forðast að segja nokkrum frá efasemdum sínum, enda lá hörð refsing við slíku. Nú er slíkt athæfi kennt við dreifingu rangra eða villandi upplýsinga, sbr. ensku hugtökin mis- og disinformation.Arnar Broadcast

Búum við Íslendingar við gott stjórnarfar? Við heilbrigt lýðræði eða við flokksræði? Er skoðanamyndun hér með öllu frjáls eða er hrært í henni með skoðanakönnunum og hræðsluáróðri? Kjósum við út frá eigin sannfæringu eða kjósum við þann næst besta fremur en þann sem við vildum helst kjósa? Er hægt að framkalla siðbót í íslenskum stjórnmálum? Í nýjum þætti á Brotkast.is leyfi ég mér að hugsa upphátt og tala út frá hjartanu. Hér er klippa úr fyrsta þættinum. Takk fyrir að horfa / hlusta.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður,takk fyrir að minna mig á.

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2024 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband